Innlent

Varar við neikvæðum áhrifum

Sérfræðingum Íslandsbanka í sjávarútvegsmálum hugnast illa boðaðar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða.fréttablaðið/jse
Sérfræðingum Íslandsbanka í sjávarútvegsmálum hugnast illa boðaðar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða.fréttablaðið/jse
Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka telur að flestar þær breytingar sem boðaðar eru í tveimur frumvörpum um breytingar á stjórnkerfi fiskveiða hafi í för með sér neikvæð áhrif á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja.

Greinin verður óhagkvæmari að mati bankans, arðsemi fyrirtækjanna minnkar, hvati og geta til fjárfestinga dregst saman og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs á mörkuðum erlendis telur bankinn að muni veikjast er fram líða stundir. Þetta kemur fram í skýrslu sem sjávarútvegsteymi bankans sendi frá sér í gær. Þar segir jafnframt að rekstur sjávarútvegsfyrirtækja gangi almennt vel og að afkoman hafi batnað mikið síðastliðna þrjá áratugi. „Verði fyrirhugaðar breytingar á núverandi stjórnkerfi að veruleika er hins vegar hætt við að framlag greinarinnar til þjóðarbúsins minnki,“ segir í skýrslunni.

Þá telur bankinn að áhrif frumvarpanna nái út fyrir sjávarútveginn og hafi neikvæð áhrif á bankana vegna skertrar getu sjávarútvegsfyrirtækja til að standa við skuldbindingar sínar. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×