Innlent

Smádýr gætu liðið fyrir ösku

Búið að grafa frá birki við Lómagnúp.mYnd/sigurður H. Guðmundsson
Búið að grafa frá birki við Lómagnúp.mYnd/sigurður H. Guðmundsson
Ætla má að gróður á láglendi muni víðast hvar standa af sér öskufallið frá Grímsvatnagosinu. Fer það þó mjög eftir tíðarfari á komandi vikum. Neikvæð áhrif á smádýr geta orðið veruleg, einkum á jarðvegsdýr af ýmsu tagi og smádýr.

Þetta er niðurstaða sérfræðinga frá Náttúrufræðistofnun sem fóru í skoðunarferð um öskusvæðið í Vestur-Skaftafellssýslu þar sem hugað var að gróðri, smádýra- og fuglalífi.

Lítið varð vart við varpatferli fugla í ferðinni, en kalt veður á rannsóknatímanum er talið geta ráðið miklu þar um. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×