Innlent

Atvinnuleysisbætur hækka

Atvinnuleysistryggingar hækka frá og með 1. júní 2011. Grunnatvinnuleysisbætur hækka um tólf þúsund krónur sem svarar til krónutöluhækkunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Þær verða því 161.523 kr. á mánuði í stað 149.523 kr. áður.

Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækkar og verður að hámarki 254.636 krónur á mánuði. Jafnframt verður greidd út eingreiðsla til þeirra atvinnuleitenda sem hafa verið tryggðir á tímabilinu 20. febrúar til 19. maí. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×