Frá leikskólakennara Steinunn Sigurgeirsdóttir skrifar 8. júní 2011 00:00 Ég er leikskólakennari í Kópavogi og ég er með tveggja ára gömul börn á deild. Í vinnunni minni eru verðandi verkfræðingar, augnlæknar, sjómenn, matráðar, prófessorar, einkaþjálfarar, snyrtifræðingar og svo mætti lengi telja. Í vinnunni minni fá þau umönnun, umhyggju, fræðslu og þann fróðleik sem þau nýta sér svo til að taka þátt í lífinu. Þau eru nú þegar byrjuð að taka þátt í þjóðfélaginu sem yngstu þegnar þess og við leikskólakennarar stöndum vörð um þessi börn, þeirra þátttöku og þeirra rétt. Ég er sérfræðingur í því að vinna með börn, ég vinn með félagsþroska, félagsfærni, greiningar á þroska og hegðun, hreyfigetu og síðast en ekki síst almenna vellíðan, siðferðisvit og kærleika. Ég er tengiliður við aðra sérfræðinga svo sem sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Ég vinn með helstu sérfræðingum barnanna sem eru foreldrar þeirra og í sameiningu vinnum við með lítinn einstakling sem er að læra á lífið. Fyrir 8 tíma vinnu fæ ég 190.000 krónur útborgaðar á mánuði. Eftir 3 ár í háskólanámi, 4 ár í vinnu og 29 ára lífaldur. Ég get ekki unnið mér inn yfirvinnu því það er verið að spara. Ég sit alla fundi í vinnutímanum og vinn undirbúninginn minn stundum heima því það er ekki alltaf nægur tími eða aðstæður til að gera allt sem þarf að gera. Deildarstjórinn minn er orðin fertug og hækkar ekki meira í launum því í okkar kjarasamningum eru engar launahækkanir eftir fertugt. Þar sem hún er deildarstjóri nú þegar er því enginn möguleiki fyrir hana að fá nokkur hlunnindi eða hækka í launum – hún er bara fertug! Samstarfskona mín sem er leiðbeinandi fær 140.000 krónur útborgaðar fyrir 80% vinnu og öll þau námskeið sem hún getur mögulega tekið. Þar sem hún er einstæð með tvö börn þá borgar það sig ekki fyrir hana að vinna meira því þá fer það allt í skattinn og hún þarf að borga meira í vistun fyrir börnin. Hún er næstum því að borga með sér því það væri hagstæðara fyrir hana að vera á atvinnuleysisbótum og vera heima þegar börnin eru búin í skólanum. Ég er leikskólakennari og er stolt af því en mikið væri ég til í að vera metin að verðleikum og fá borgað í samræmi við þá vinnu sem ég vinn. Kjarasamningar við leikskólakennara eru lausir og búnir að vera það síðan 2009, kosið verður um verkfall á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er leikskólakennari í Kópavogi og ég er með tveggja ára gömul börn á deild. Í vinnunni minni eru verðandi verkfræðingar, augnlæknar, sjómenn, matráðar, prófessorar, einkaþjálfarar, snyrtifræðingar og svo mætti lengi telja. Í vinnunni minni fá þau umönnun, umhyggju, fræðslu og þann fróðleik sem þau nýta sér svo til að taka þátt í lífinu. Þau eru nú þegar byrjuð að taka þátt í þjóðfélaginu sem yngstu þegnar þess og við leikskólakennarar stöndum vörð um þessi börn, þeirra þátttöku og þeirra rétt. Ég er sérfræðingur í því að vinna með börn, ég vinn með félagsþroska, félagsfærni, greiningar á þroska og hegðun, hreyfigetu og síðast en ekki síst almenna vellíðan, siðferðisvit og kærleika. Ég er tengiliður við aðra sérfræðinga svo sem sálfræðinga, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa og iðjuþjálfa. Ég vinn með helstu sérfræðingum barnanna sem eru foreldrar þeirra og í sameiningu vinnum við með lítinn einstakling sem er að læra á lífið. Fyrir 8 tíma vinnu fæ ég 190.000 krónur útborgaðar á mánuði. Eftir 3 ár í háskólanámi, 4 ár í vinnu og 29 ára lífaldur. Ég get ekki unnið mér inn yfirvinnu því það er verið að spara. Ég sit alla fundi í vinnutímanum og vinn undirbúninginn minn stundum heima því það er ekki alltaf nægur tími eða aðstæður til að gera allt sem þarf að gera. Deildarstjórinn minn er orðin fertug og hækkar ekki meira í launum því í okkar kjarasamningum eru engar launahækkanir eftir fertugt. Þar sem hún er deildarstjóri nú þegar er því enginn möguleiki fyrir hana að fá nokkur hlunnindi eða hækka í launum – hún er bara fertug! Samstarfskona mín sem er leiðbeinandi fær 140.000 krónur útborgaðar fyrir 80% vinnu og öll þau námskeið sem hún getur mögulega tekið. Þar sem hún er einstæð með tvö börn þá borgar það sig ekki fyrir hana að vinna meira því þá fer það allt í skattinn og hún þarf að borga meira í vistun fyrir börnin. Hún er næstum því að borga með sér því það væri hagstæðara fyrir hana að vera á atvinnuleysisbótum og vera heima þegar börnin eru búin í skólanum. Ég er leikskólakennari og er stolt af því en mikið væri ég til í að vera metin að verðleikum og fá borgað í samræmi við þá vinnu sem ég vinn. Kjarasamningar við leikskólakennara eru lausir og búnir að vera það síðan 2009, kosið verður um verkfall á næstu vikum.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun