Innlent

127 milljarðar í skattaskuldum

19,3 milljarðar voru afskrifaðir á síðastliðnum tveimur árum.
fréttablaðið/
19,3 milljarðar voru afskrifaðir á síðastliðnum tveimur árum. fréttablaðið/
Heildarfjárhæð áfallina skatta í vanskilum í lok mars árið 2011 nam 127,1 milljarði króna. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Vanskil af tekjuskatti einstaklinga nam 26, 3 milljörðum en lögaðila 38,5 milljörðum. Ógreiddur virðisaukaskattur var 45,2 milljarðar. Á árinu 2009 námu afskriftir áfallina skatta samtals 9,9 milljörðum og 9,4 milljörðum í fyrra. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×