Innlent

Engir fundir í kjaradeilunni

að störfum Flugvirkjar eru fámenn stétt en með þeim standa og falla flugsamgöngur. nordicphotos/afp
að störfum Flugvirkjar eru fámenn stétt en með þeim standa og falla flugsamgöngur. nordicphotos/afp
Ríkissáttasemjari sá ekki ástæðu til að kalla samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair saman til funda í gær. Kjaradeila þeirra í millum er því í hnút.

Vinnustöðvun flugvirkja tók gildi í gær og raskaði það öllu flugi Icelandair. Það sama verður upp á teningnum í dag og á morgun að óbreyttu.

Maríus Sigurjónsson, varaformaður félags flugvirkja, segir ekkert eitt atriði skýra að ekki næst saman. „Þetta er flóknara en svo. Við leggjum áherslu á réttindamál og þetta snýst ekki um launin.“ - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×