Innlent

Ragna Árnadóttir formaður

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og skrifstofustjóri, er nýr formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.

Ragna tekur við af Guðrúnu Agnarsdóttur sem hefur verið formaður síðastliðin þrjú ár.

Nítján aðildarfélög eru í Almannaheillum, en þau eiga það öll sameiginlegt að starfa í almannaþágu.

Formannsskiptin urðu á aðalfundi samtakanna, en á fundinum ræddi Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra einnig um mögulegar breytingar á skattalegri meðferð almannaheillasamtaka. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×