Innlent

Kynntu rafknúna jeppa í Hörpu

Bílarnir voru kynntir í Hörpu í gær. Nokkrir fulltrúar framleiðandans AMP eru staddir hér á landi af því tilefni.Fréttablaðið/stefán
Bílarnir voru kynntir í Hörpu í gær. Nokkrir fulltrúar framleiðandans AMP eru staddir hér á landi af því tilefni.Fréttablaðið/stefán
Rafbílar þurfa ekki endilega að vera litlir og kraftlausir, að sögn forsvarsmanna Northern Lights Energy (NLE), sem kynntu rafknúna jeppa til sögunnar í tónlistarhúsinu Hörpu í gær.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá NLE er innflutningur jeppanna liður í áætlun fyrirtækisins um rafbílavæðingu Íslands. Þar segir að fyrirtækið hafi verið í samningaviðræðum við fjölda rafbílaframleiðenda og fyrsti afraksturinn séu jepparnir sem kynntir voru í gær. AMP er eitt fárra fyrirtækja sem hafa einbeitt sér að framleiðslu drifbúnaðar fyrir rafknúna jeppa.

Jepparnir eru af tveimur gerðum og framleiddir af AMP Electric Vehicles. Afl þeirra samsvarar 220 hestöflum og hægt að aka um 150 kílómetra á einni hleðslu. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×