Sannleiksandinn Sigfinnur Þorleifsson og Vigfús B. Albertsson skrifar 9. júní 2011 06:00 Í kirkjum landsins hljómar nú víða boðskapurinn um sannleiksandann. Þörfin er brýn fyrir okkur öll sem tilheyrum kirkjunni og viljum stuðla að farsælli samfylgd kirkju og þjóðar að taka þann boðskap til okkar og leitast við að ástunda sannleikann í kærleika eins og postulinn hvetur okkur til. Það merkir m.a. að við þjónar þjóðkirkjunnar séum reiðubúin til að líta í eigin barm, viðurkenna það sem farið hefur úrskeiðis og bæta í brestina því breytinga er þörf. Það eru gömul sannindi að sá eða sú sem ekki lítur í eigin barm og gengst við sjálfum sér endar ein/n. Það er mikil gjöf í lífinu að fá tækifæri til að skoða sjálfan sig í ljósi sögunnar og vita hvert förinni er heitið. Þjóðkirkjan er á slíkum tímamótum, núna og ætíð. Á fyrstu hvítasunnu var að verki sá kröftugi vaxtarmáttur sem kirkjan nærist æ síðan á. Þá urðu ólíkar manneskjur einhuga um framgang lífsáhrifa Jesú Krists, höfundar kirkjunnar. Sannleiksandinn blés þeim í brjóst einurð og áræðni, gleði og bjartsýni trúarinnar. Það er lærdómsríkt að skoða atburði hvítasunnunnar í ljósi gamallar goðsagnar af turninum í Babel. Babelsturninn var reistur af hroka og afleiðingarnar urðu sundrung þjóðanna. Menn töluðu í kjölfarið ólík tungumál, þ.e.a.s. þeir gátu ekki skilið hver annan. Á hvítasunnu er sagt frá því hvernig eindrægni og samstaða birtist í gagnkvæmum skilningi. Ekkert skyldi aðgreina menn framar. Það voru hvorki karlar eða konur, Grikkir eða gyðingar, heldur voru menn eitt svo gripið sé til orðfæris heilagrar ritningar. Bornir uppi af fögnuði fóru lærisveinarnir af stað með gleðiboðskapinn, fullir djörfungar til þjónustu við líf og lýð. Við viljum ekki að þjóð og kirkja verði viðskila og til þess að við getum betur þjónað fólki þurfum við að huga að grundvelli þjónustunnar, sem er trúnaðurinn við Guð og náungann. Trúverðugleikinn er byggður á trausti og bresti traustið verða óhjákvæmileg rof og sundrung sem erfitt er að bæta. Við höfum séð þetta gerast í sársaukafullum málum sem við höfum því miður lokað augunum fyrir eða reynt að breiða yfir í stað þess að viðurkenna og vinna að úrbótum og sátt. Þetta hefur gerst í málefnum þeirra sem þjónar kirkjunnar hafa brotið á. Þetta gerðist einnig í málefnum samkynhneigðra, en þar fór kirkjan á mis við það að virða tilfinningar sem eru helgir dómar og allir eiga fullan rétt á. Kristin sálgæsla hefur það að markmiði að brotið verði aftur heilt. Sálgæslan við einstaklinga og samfélag tengir fólk saman, reynslu og sögu þeirra. Hún hlúir að því sem við eigum sameiginlegt en vinnur gegn því sem aðgreinir okkur og sundrar. Sálgæslan getur aldrei samþykkt þöggun eða vísvitandi gleymsku. Það er mikill misskilningur að hægt sé að bæta það sem brotið er með því að tala ekki um hlutina eða vona að allt verði í lagi án samtals. Grundvöllur þjónustunnar er elskan til Guðs og náungans. Allt sem fer úrskeiðis í þjóðfélagi á rætur að rekja til misbresta á þessu tvennu sem ekki verður sundurskilið. Fátt getur betur fullnægt andlegum þörfum og grætt og bætt það sem er brotið en iðkun þessa einfaldleika sem okkur hættir til að flækja. Breytingar sem miða að því að endurheimta glatað traust og gera betur í að þjóna fagnaðarerindinu eru breytingar til batnaðar. Nú þegar gengið verður aftur til vígslubiskupskjörs er okkur mikið í mun að vel takist til. Allir þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til kjörsins eru traustsins verðir að okkar áliti. Í samfélagi sem telur bæði konur og karla finnst okkur mikilvægt að rétta hlut kvenna. Við höfum aldrei átt kvenbiskup og viljum virkja betur það afl sem býr í reynslu konunnar og kalla til starfa kraftmikla konu. Markmiðið er að gera betur og leiða saman kirkju og þjóð sem gangi veginn til farsældar á guðsríkisbraut. Við teljum að Sigrún Óskarsdóttir sé traustsins verð til að vera leiðtogi meðal jafningja. Hún hefur sýnt áræðni og tekið afstöðu í málum þar sem breytinga var þörf. Sigrún hefur framtíðarsýn þar sem kirkja og þjóð eiga samfylgd óháð stjórnarskrá, samfylgd sem byggir á trausti. Gleðilega hvítasunnuhátíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Sjá meira
Í kirkjum landsins hljómar nú víða boðskapurinn um sannleiksandann. Þörfin er brýn fyrir okkur öll sem tilheyrum kirkjunni og viljum stuðla að farsælli samfylgd kirkju og þjóðar að taka þann boðskap til okkar og leitast við að ástunda sannleikann í kærleika eins og postulinn hvetur okkur til. Það merkir m.a. að við þjónar þjóðkirkjunnar séum reiðubúin til að líta í eigin barm, viðurkenna það sem farið hefur úrskeiðis og bæta í brestina því breytinga er þörf. Það eru gömul sannindi að sá eða sú sem ekki lítur í eigin barm og gengst við sjálfum sér endar ein/n. Það er mikil gjöf í lífinu að fá tækifæri til að skoða sjálfan sig í ljósi sögunnar og vita hvert förinni er heitið. Þjóðkirkjan er á slíkum tímamótum, núna og ætíð. Á fyrstu hvítasunnu var að verki sá kröftugi vaxtarmáttur sem kirkjan nærist æ síðan á. Þá urðu ólíkar manneskjur einhuga um framgang lífsáhrifa Jesú Krists, höfundar kirkjunnar. Sannleiksandinn blés þeim í brjóst einurð og áræðni, gleði og bjartsýni trúarinnar. Það er lærdómsríkt að skoða atburði hvítasunnunnar í ljósi gamallar goðsagnar af turninum í Babel. Babelsturninn var reistur af hroka og afleiðingarnar urðu sundrung þjóðanna. Menn töluðu í kjölfarið ólík tungumál, þ.e.a.s. þeir gátu ekki skilið hver annan. Á hvítasunnu er sagt frá því hvernig eindrægni og samstaða birtist í gagnkvæmum skilningi. Ekkert skyldi aðgreina menn framar. Það voru hvorki karlar eða konur, Grikkir eða gyðingar, heldur voru menn eitt svo gripið sé til orðfæris heilagrar ritningar. Bornir uppi af fögnuði fóru lærisveinarnir af stað með gleðiboðskapinn, fullir djörfungar til þjónustu við líf og lýð. Við viljum ekki að þjóð og kirkja verði viðskila og til þess að við getum betur þjónað fólki þurfum við að huga að grundvelli þjónustunnar, sem er trúnaðurinn við Guð og náungann. Trúverðugleikinn er byggður á trausti og bresti traustið verða óhjákvæmileg rof og sundrung sem erfitt er að bæta. Við höfum séð þetta gerast í sársaukafullum málum sem við höfum því miður lokað augunum fyrir eða reynt að breiða yfir í stað þess að viðurkenna og vinna að úrbótum og sátt. Þetta hefur gerst í málefnum þeirra sem þjónar kirkjunnar hafa brotið á. Þetta gerðist einnig í málefnum samkynhneigðra, en þar fór kirkjan á mis við það að virða tilfinningar sem eru helgir dómar og allir eiga fullan rétt á. Kristin sálgæsla hefur það að markmiði að brotið verði aftur heilt. Sálgæslan við einstaklinga og samfélag tengir fólk saman, reynslu og sögu þeirra. Hún hlúir að því sem við eigum sameiginlegt en vinnur gegn því sem aðgreinir okkur og sundrar. Sálgæslan getur aldrei samþykkt þöggun eða vísvitandi gleymsku. Það er mikill misskilningur að hægt sé að bæta það sem brotið er með því að tala ekki um hlutina eða vona að allt verði í lagi án samtals. Grundvöllur þjónustunnar er elskan til Guðs og náungans. Allt sem fer úrskeiðis í þjóðfélagi á rætur að rekja til misbresta á þessu tvennu sem ekki verður sundurskilið. Fátt getur betur fullnægt andlegum þörfum og grætt og bætt það sem er brotið en iðkun þessa einfaldleika sem okkur hættir til að flækja. Breytingar sem miða að því að endurheimta glatað traust og gera betur í að þjóna fagnaðarerindinu eru breytingar til batnaðar. Nú þegar gengið verður aftur til vígslubiskupskjörs er okkur mikið í mun að vel takist til. Allir þeir einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til kjörsins eru traustsins verðir að okkar áliti. Í samfélagi sem telur bæði konur og karla finnst okkur mikilvægt að rétta hlut kvenna. Við höfum aldrei átt kvenbiskup og viljum virkja betur það afl sem býr í reynslu konunnar og kalla til starfa kraftmikla konu. Markmiðið er að gera betur og leiða saman kirkju og þjóð sem gangi veginn til farsældar á guðsríkisbraut. Við teljum að Sigrún Óskarsdóttir sé traustsins verð til að vera leiðtogi meðal jafningja. Hún hefur sýnt áræðni og tekið afstöðu í málum þar sem breytinga var þörf. Sigrún hefur framtíðarsýn þar sem kirkja og þjóð eiga samfylgd óháð stjórnarskrá, samfylgd sem byggir á trausti. Gleðilega hvítasunnuhátíð!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun