Innlent

Fæðubótarefni eru illa merkt

Mynd/Anton Brink
Fæðubótarefni eru oft illa merk og innra eftirliti þeirra fyrirtækja sem þau selja er oft ábótavant. Þetta var niðurstaða könnunar sem Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna stóðu að síðastliðinn vetur.

Aðeins tvær vörutegundir af þeim 53 sem athugaðar voru í þessu verkefni uppfylla öll ákvæði helstu laga og reglugerða sem um þau gilda. Niðurstaða sams konar verkefnis árið 2006 var á svipuðum nótum og því ljóst að ástand fæðubótarefna á markaði hefur lítið skánað síðan 2006.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×