Innlent

Ingvi Hrafn og frú eiga ekki fyrir áfrýjun málsins

Ingvi Hrafn Jónsson
Ingvi Hrafn Jónsson
„Við erum dæmd fyrir skattalagabrot sem aldrei voru framin af ásetningi heldur vegna vanrækslu og afglapa löggilts endurskoðanda sem við treystum,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN.

Ingvi var í gær dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik við rekstur fyrirtækisins Langárveiða. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða fimmtán milljónir króna í sekt. Eiginkona hans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og til að greiða átta milljóna króna sekt.

„Við berum ábyrgð á þessu, þannig eru lög landsins. Við erum búin að eyða langleiðinni í tíu milljónir króna í að sortera úr óreiðunni og eigum enga peninga til að áfrýja,“ segir Ingvi Hrafn. Dómurinn muni því standa.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×