Innlent

Vægir dómar fyrir khat-smygl

Kílóin sextíu voru ætluð á markað vestanhafs. Í Bretlandi og Hollandi er khat löglegt. Fréttablaðið/valli
Kílóin sextíu voru ætluð á markað vestanhafs. Í Bretlandi og Hollandi er khat löglegt. Fréttablaðið/valli
Meintur höfuðpaur mannanna sem smygluðu hingað 58 kílóum af fíkniefninu khat í síðasta mánuði hlaut fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hinir þrír sakborningarnir voru dæmdir í tveggja mánaða fangelsi.

Höfuðpaurinn er breskur og ættaður frá Sómalíu. Hann var sá eini sem ekki játaði sök. Hann hyggst áfrýja dómnum. Hinir þrír, einn sómalískættaður Breti einn frá Englandi og einn frá Írlandi, undu dómunum. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×