Innlent

Sektuð fyrir veiðiþjófnað

Eigendur einnar jarðar við ána vildu ekki hlíta ákvörðun veiðifélagsins um útleigu.
Eigendur einnar jarðar við ána vildu ekki hlíta ákvörðun veiðifélagsins um útleigu.
Hjón úr Mosfellsbæ sem renndu fyrir lax fyrir eigin landi við Tungufljót í Árnessýslu hafa verið dæmd til að greiða tuttugu þúsund króna sekt hvort fyrir veiðiþjófnað. Hjónin voru við stangveiðarnar í júlí í fyrra þegar lögregla kom að eftir ítrekaðar ábendingar.

Tungufljótsdeild Veiðifélags Árnesinga leigði frá sér veiðiréttinn til fimm ára vorið 2010. Karlinn sagði lögreglu að hann væri einn landeigenda á viðkomandi jörð og ætti þar veiðirétt því eigendurnir hefðu ekki samþykkt að gefa réttinn frá sér. Héraðsdómur Suðurlands segir landeigendurna hins vegar hafa verið í veiðifélaginu og að þeim hafi borið að virða ráðstafanir þess. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×