Innlent

Sambland af fræðslu og fróðleik í Búrfellsstöð

Á sýningunni í Búrfellsstöð má meðal annars sjá þetta líkan af virkjuninni. Mynd/Landsvirkjun
Á sýningunni í Búrfellsstöð má meðal annars sjá þetta líkan af virkjuninni. Mynd/Landsvirkjun
Ný sýning verður opnuð almenningi í Búrfellsstöð á morgun en þar eru endurnýjanlegir orkugjafar kynntir á gagnvirkan hátt.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að markmiðið með sýningunni sé bæði að skemmta gestum og fræða þá um vinnslu og notkun endurnýjanlegrar orku. Gestir geta meðal annars spreytt sig á því að virkja vatnsfall í þar til gerðu líkani.

Ragna Sara Jónsdóttir
Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir í samtali við Fréttablaðið að undirbúningur hafi staðið frá síðasta hausti, en fyrirtækið Gagarín hannaði sýninguna.

„Við lögðum upp með að miðla upplýsingum á áhugaverðan og skemmtilegan hátt. Þetta er liður í því hjá okkur í Landsvirkjun að opna fyrirtækið enn frekar og stuðla bæði að gagnsæi og aukinni umfjöllun um orkumál almennt."

Um eins og hálfs tíma akstur er upp að Búrfellsstöð frá Reykjavík en Ragna Sara segist fullviss um að margir eigi eftir að leggja leið sína á sýninguna, enda sé margt skemmtilegt hægt að gera og sjá í nágrenni virkjunarinnar. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×