Innlent

Flugmenn kjósa um aðgerðir

Icelandair stendur í kjaradeilum við flugvirkja og flugstjóra. Mynd//Heiða
Icelandair stendur í kjaradeilum við flugvirkja og flugstjóra. Mynd//Heiða
Flugmenn Icelandair hafa hafið atkvæðagreiðslu um að boða til verkfallsaðgerða. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna segir að viðræður hafi verið árangurslausar. Verði aðgerðirnar samþykktar mun yfirvinnubann hefjast 24. júní. Icelandair á einnig í kjaradeilum við flugvirkja, sem lögðu niður vinnu hluta úr degi síðustu þrjá daga. Fundað var á ný í gær, en ef þær viðræður skila ekki árangri munu flugvirkjar aftur grípa til aðgerða 20. júní. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×