Innlent

SGS hefur slitið kjaraviðræðum

SGS og Flóafélögin eru ósátt við tillögur um launahækkanir starfsfólks á leik- og grunnskólum.
SGS og Flóafélögin eru ósátt við tillögur um launahækkanir starfsfólks á leik- og grunnskólum.
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) og Flóafélögin hafa slitið samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaga. Í tilkynningu frá SGS segir að deilt sé um kjör fjölmennasta hóps SGS-fólks hjá sveitarfélögunum, starfsfólks leik- og grunnskóla. Sá hópur muni aðeins fá rúmlega 20 þúsund króna hækkun fram til 31. janúar 2014 en launafólk á almennum markaði fái 34 þúsund á sama tíma.

Samninganefndir SGS og Flóans segjast hafna þessari framsetningu og kalla eftir því að sveitarfélögin fylgi fordæmi Reykjavíkurborgar. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×