Innlent

Ekki má leggja við inngang Hörpu

Brögð eru að því að bann við því að lagt sé við inngang Hörpu hafi ekki verið virt. Mynd/GVA
Brögð eru að því að bann við því að lagt sé við inngang Hörpu hafi ekki verið virt. Mynd/GVA
 „Menn geta ekki lagt beint fyrir framan inngang bygginga. Það ættu þeir að vita sem hafa ekið bifreið,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.

Brögð hafa verið að því að fólk leggi bílum fyrir framan Hörpu og hunsi merkingar sem banna slíkt. Höskuldur segir unnið að því að bæta úr til að tryggja að bannið fari ekki framhjá neinum. Þá verður eftirlit aukið og þeir sektaðir sem leggja ólöglega. - jab


Tengdar fréttir

Ingvi Hrafn og frú eiga ekki fyrir áfrýjun málsins

„Við erum dæmd fyrir skattalagabrot sem aldrei voru framin af ásetningi heldur vegna vanrækslu og afglapa löggilts endurskoðanda sem við treystum,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×