Vara Lýsis um allan heim 23. júní 2011 11:00 Oil4Life vörurnar fást í völdum heilsubúðum og apótekum á Íslandi. Fréttablaðið/GVA Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Norska fyrirtækið Oil4Life sem selur lýsisafurðir um allan heim hefur gert samning við Lýsi hf. um framleiðslu á vöru fyrir fyrirtækið. „Við völdum Lýsi vegna gæðaframleiðslu þeirra. Við erum mjög ánægðir með þá," segir Ola Eide, framkvæmda- og rannsóknarstjóri Oil4Life. „Lýsi er að mínu mati líklega besti framleiðandi á lýsisvörum, gæðalega séð." Adolf Ólason, markaðsstjóri Lýsis, segir að samvinnan sé á byrjunarstigi og gangi mjög vel. „Við erum að blanda vöru fyrir Oil4Life sem mun verða seld út um allan heim," segir Adolf og bætir við að lítil skref séu tekin í byrjun. „Þetta er jákvætt að öllu leyti. Við erum að berjast fyrir auknum útflutningi." Varan sem Lýsi framleiðir fyrir Oil4Life er blanda af ólívuolíu og íslensku lýsi. „Ástæðan fyrir notkun ólívuolíu með lýsinu er til að verja lýsið fyrir þráa sem oft vill verða. Þetta virkar líka innan líkamans og kemur í veg fyrir oxun omega 3 fitusýra. Við fáum góðu áhrif omega 3 fitusýranna en höldum neikvæðu áhrifunum í burtu," segir Eide og bætir við að varan sé nokkurs konar næsta kynslóð omega 3 vara. Að sögn Eide hefur fyrirtækið einnig þróað lýsi í duftformi sem hugsað er fyrir fólk sem finnst lýsisbragð vont. „Sumum finnst lýsi í fljótandi formi gott og það er allt í lagi. Öðrum finnst það ekki og taka þess í stað lýsishylki," útskýrir Eide. „Þess vegna þróuðum við lýsi í duftformi sem hægt verður að bæta við mat." Oil4Life á í viðræðum við Matís um að prófa lýsi í duftformi í mismunandi mat. „Við ætlum að kanna virkni vörunnar. Við vitum að hún inniheldur jafnmikið af Omega 3 og lýsi í vökvaformi. Við vitum líka að líkaminn tekur það upp. Núna langar okkur að kanna framleiðslumöguleika," upplýsir Eide sem segir næstu skref verða að ræða við Lýsi um framleiðslu vörunnar. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira