Sátt um Rammaáætlun Katrín Júlíusdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eitt af stóru verkefnunum í orkumálum Íslands er að ná sátt og samstöðu meðal þjóðarinnar um hvar skuli virkja og hvar skuli vernda. Frá árinu 2007 hefur verið starfandi verkefnisstjórn um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í Rammaáætlun eru allir hugsanlegir virkjunarkostir metnir og flokkaðir niður eftir langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta. Flokkarnir eru þrír; Verndarflokkur en í hann falla virkjunarhugmyndir sem ekki er talið rétt að ráðast í og landsvæði sem ástæða er talin til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu. Nýtingarflokkur en í hann eru settir virkjanakostir sem talið er að ráðast megi í að uppfylltum öllum skilyrðum. Biðflokkur er þriðji flokkurinn en í hann falla virkjunar- og verndarkostir sem talið er að þurfi frekari skoðunar við. Áætlað er að á grunni tillagna verkefnisstjórnar Rammaáætlunar verði lögð fram tillaga til þingsályktunar á Alþingi í haust, um verndar- og orkunýtingaráætlun, sem mun skapa Rammaáætlun ákveðna stöðu að lögum. Segjum skilið við götótt lagaumhverfiGuðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar í gær grein sem birtist á vísir.is þar sem hann spyr hvort ætlun mín og ráðuneytis míns sé að slíta þann frið sem ríkt hefur um Rammaáætlun. Svarið við þeirri spurningu er nei. Þann 2 maí sl. í viðtali við Ríkissjónvarpið kom fram að ég sem iðnaðarráðherra hefði talið það óheppilegt að rannsóknarleyfi fyrir rannsóknum í Grændal hefði verið veitt til Sunnlenskrar orku áður en ljóst væri hvort svæðið yrði sett í verndunarflokk í Rammaáætlun. Eins og Guðmundur á að vita þá er ekki haft samráð við iðnaðarráðuneytið um leyfisveitingu sem þessa þar sem ákvörðunin er kæranleg til ráðherra. Eins benti ég á hinn 4. júní sl. á vísir.is að lagaumhverfið væri götótt hvað varðar rannsóknarleyfi og nauðsynlegt væri að koma þessum rannsóknarleyfum inn í lagaumhverfi rammaáætlunar. Einnig kom fram að ég óskaði eftir frekari rökstuðningi frá Orkustofnun fyrir veitingu rannsóknarleyfisins. Orkustofnun taldi að stofnuninni væri skylt að veita leyfi til rannsókna út frá núgildandi lögum þar sem skilyrðum fyrir leyfi til rannsókna væri fullnægt, sem staðfestir enn mikilvægi þess að við komum okkur sem fyrst inn í skýrt lagaumhverfi Rammaáætlunar. Vafinn náttúrunnar meginRétt er að benda á að RARIK, fyrir hönd Sunnlenskrar orku hefur lýst því yfir að rannsóknarleyfi þeirra verði ekki nýtt fyrr en Rammaáætlun liggur fyrir og ber að þakka framlag þeirra við að ná sátt í málaflokknum. Við Guðmundur Hörður deilum vilja og áhuga á að Rammaáætlun verði leiðarljósið inn í framtíðina og skapi heildarsýn og sátt í viðkvæmum málaflokki. Með Rammaáætlun verður vafinn náttúrunnar megin á öllum stigum málsins. Um það hljótum við öll að geta verið sammála.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar