Innlent

Íslensk utanríkisstefna hefur verið órökrétt

Meike Stommer
Meike Stommer
Ísland hefur ekki alltaf verið rökvís gerandi á alþjóðagrundvelli, þótt það hafi lengst af rekið afar árangursríka utanríkisstefnu. Svo segir Meike Stommer, nemi við Ernst-Moritz-Arndt-háskóla í Þýskalandi. Hún skrifaði doktorsritgerð sína um íslenska utanríkisstefnu.

Yfirvöld hafi til dæmis látið það koma sér á óvart þegar bandaríski herinn fór, eftir margra ára aðdraganda. „Það er á vissan hátt ekki heldur rökrétt að vera í EES og Schengen og þurfa að taka við reglum án þess að taka þátt í ákvörðunum,“ segir Stommer, sem nýverið hélt erindi hjá Alþjóðmálastofnun HÍ.

„Stjórnmálamenn reyna að láta eins og Ísland sé ekki inni í þessu,“ segir hún. Í hruninu hafi hins vegar orðið ljóst að þessi stefna, um að velja og hafna í Evrópusamstarfinu og standa að hálfu leyti fyrir utan, hafi verið ófullnægjandi.

Stommer segir að í kalda stríðinu hafi Ísland verið „bandarískt heimaland“ í utanríkismálum. Að kalda stríði loknu hafi Íslendingar sýnt meira sjálfsöryggi og þátttakan í Schengen hafi verið leið landsins í vopnlaust öryggissamstarf með Evrópu, til að vera síður hjálenda Bandaríkjanna.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×