Jafnrétti og mannréttindi í allra þágu Guðbjartur Hannesson skrifar 18. júní 2011 07:00 Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hefð er fyrir því að helga 19. júní umræðu um jafnrétti kynjanna. Þann dag fyrir 96 árum öðluðust konur á Íslandi kosningarrétt en reyndar með þeim fráleitu takmörkunum að rétturinn tók aðeins til kvenna sem voru fjörutíu ára og eldri. Þótt lagaleg staða karla og kvenna sé fyrir löngu orðin söm er enn margt sem þarf að færa til betri vegar svo jafnrétti ríki jafnt í orði sem á borði. Þann 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun sem felur í sér áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum til fjögurra ára. Aðgerðir og verkefni til að styrkja stöðu jafnréttismála eru þar skilgreind og tilgreint hverjir skuli ábyrgir fyrir framkvæmd þeirra. Af einstökum verkefnum má nefna gerð framkvæmdaáætlunar um aðgerðir gegn launamisrétti kynjanna, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, verkefni sem snúa að menntun og jafnrétti og innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar. Einnig verður ráðist í könnun til að greina stöðu kvenna sem búa við fötlun en vitað er að þær búa við hættu umfram aðra á því að verða fyrir ofbeldi, misnotkun og misneytingu. Á grundvelli niðurstöðunnar verður skoðað hvort og hvaða aðgerða þarf að grípa til svo tryggja megi konum með fötlun mannréttindi og mannfrelsi til jafns við aðra. Stórt skref var stigið í réttindamálum fatlaðs fólks með nýsamþykktum lögum um réttindagæslu þar sem meðal annars er kveðið á um persónulega talsmenn þeirra sem erfitt eiga með að gæta hagsmuna sinna vegna fötlunar. Ríkisstjórnin leggur áherslu á aðgerðir til að sporna við heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum og hefur unnið markvisst að framkvæmd verkefna samkvæmt aðgerðaáætlun frá árinu 2006 til að berjast gegn því. Í vor lagði ég fyrir Alþingi skýrslu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd verkefna samkvæmt áætluninni og lagðar voru fram tillögur um frekari aðgerðir til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn konum, styrkja úrræði fyrir konur sem eru beittar ofbeldi og börn þeirra og hjálpa körlum til að binda enda á ofbeldishegðun. Nýsamþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili munu bæta verulega réttarstöðu fólks sem sætir ofbeldi, ekki síst þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Ég nefni einnig nýgerðar breytingar á almennum hegningarlögum þar sem refsing fyrir mansal er hækkuð úr átta ára fangelsi í tólf ár og kveðið á um að mansalsbrot tæmi ekki sök gagnvart öðrum mjög alvarlegum frelsissviptingarbrotum líkt og verið hefur. Í maí síðastliðnum undirritaði Ísland ásamt tólf öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Fjölþætt mismununÍ velferðarráðuneytinu er unnið að innleiðingu Evróputilskipunar um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar eða þjóðernisuppruna, trúar eða lífsskoðunar, fötlunar, aldurs og kynhneigðar. Önnur tilskipun sem unnið er að því að innleiða fjallar um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna á öllum sviðum samfélagsins. Þessar tilskipanir hafa leitt umræðuna að svokallaðri fjölþættri mismunun þegar fólk sætir mismunun vegna fleiri þátta samtímis, til dæmis vegna aldurs, fötlunar og þjóðernis. Mikilvægt er að huga að fjölþættri mismunun í baráttunni fyrir jafnrétti kynja. Tilteknir hópar eru í sérstakri hættu, til dæmis fatlaðar konur og konur af erlendum uppruna. Það er sérstakt áhyggjuefni hve hátt hlutfall erlendra kvenna leitar til Kvennaathvarfsins en þær voru 36% af öllum sem þangað sóttu skjól árið 2010. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla taka einungis á mismunun á grundvelli kynferðis. Úrræði sem lögin bjóða, svo sem kæruleið til kærunefndar jafnréttismála, taka ekki á málum þar sem fjölþætt mismunun liggur að baki og því kann að vera nauðsynlegt að skoða aðrar leiðir í þeim efnum. Í áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum er að einhverju leyti hugað að verkefnum til að varpa ljósi á fjölþætta mismunun og afleiðingar hennar. Ég tel augljóst að við þurfum að beina sjónum að þessum vanda í auknum mæli, vera vakandi fyrir allri mismunun sem oft á tíðum getur verið mjög dulin og tryggja með öllum ráðum að mannréttindi séu ekki brotin á fólki undir neinum kringumstæðum. Við getum verið stolt af miklum árangri í jafnréttis- og mannréttindamálum en megum aldrei slaka á kröfum í baráttunni fyrir fullu jafnrétti og mannréttindum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun