Erlent

Chirac fyrir rétt í september

Jacques Chirac
Jacques Chirac
Jacques Chirac, fyrrverandi Frakklandsforseti, verður leiddur fyrir rétt í september. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir spillingu í embætti borgarstjóra Parísar á tíunda áratug síðustu aldar.

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Frakklands sem forseti er leiddur fyrir rétt. Chirac er meðal annars ákærður fyrir að hafa greitt starfsmönnum flokks síns af opinberu fé.

Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér tíu ára fangelsi og sektir upp á 150 þúsund evrur eða nær 25 milljónir íslenskra króna. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×