Lífið

Gyllenhaal á ystu nöf á Íslandi

Hrikaleg ferð Bear Grylls viðurkennir að ferðin til Íslands hafi verið hrikaleg og að hann hafi virkilega reynt á þolmörk Hollywood-stjörnunnar Jake Gyllenhaal uppá Eyjafjallajökli.
Hrikaleg ferð Bear Grylls viðurkennir að ferðin til Íslands hafi verið hrikaleg og að hann hafi virkilega reynt á þolmörk Hollywood-stjörnunnar Jake Gyllenhaal uppá Eyjafjallajökli.
Ævintýramaðurinn Bear Grylls segir að ferð sín og Hollywood-stjörnunnar Jakes Gyllenhaal til Íslands hafi tekið virkilega á og þeir hafi þurft að horfast í augu við alvöru hættur.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í apríl heimsóttu Grylls og Gyllenhaal landið til að taka upp efni fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild en tökurnar fóru fram í grennd við Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Grylls ræddi um ferðlagið til Íslands við vefsíðuna Whatsontv.com og ævintýramaðurinn virtist hæstánægður með ferðina.

„Fyrir nokkrum vikum fór ég með Jake Gyllenhaal til Íslands til að taka upp efni fyrir Born Survivor en Jake er sá leikari sem sagður hefur verið í besta forminu í Hollywood. Jake lýsti því yfir að hann vildi láta reyna á sig og honum varð að ósk sinni á Íslandi."

Grylls segir þá hafa upplifað allskyns brjálaða hluti hér á landi. „Við sváfum í snjóhelli, fórum yfir vatnsmiklar ár og svo var það þetta hrikalega rok sem gerði okur lífið leitt."

Ævintýramaðurinn bætir því við að hann hafi um tíma orðið eilítið stressaður, hann hafi verið búinn að lofa umboðsmanni Gyllenhaals að koma honum ósködduðum til byggða.

„Það tókst og Gyllenhaal var algjörlega frábær."

Þættir Bear Grylls hafa notið mikilla vinsælda um allan heim en í nýjust þáttaröðinni fá frægir einstaklingar á borð við Gyllenhaal, Will Ferrell og Ben Stiller tækifæri til að takast á við óblíð náttúröfl. Íslandsþátturinn verður frumsýndur í ágúst. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×