Innlent

Dánartíðni hér með því hæsta

Mynd/Stefán
Ísland er meðal fjögurra þjóða Evrópu þar sem dánartíðni af völdum fíkniefna er hvað hæst, að því er fram kemur í árlegri skýrslu Fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni í heiminum sem gerð var opinber í lok síðustu viku.

Þar kemur fram að í löndunum fjórum verði yfir hundrað fíkniefnatengd dauðsföll á hverja milljón íbúa á ári. Meðaldánartíðni vegna fíkniefna í Evrópu á hverja milljón íbúa er 46 til 48 á ári. Hinar þrjár Evrópuþjóðirnar þar sem dánartíðni er yfir hundrað á hverja milljón íbúa eru Úkraína, Írland og Lúxemborg. Tölurnar byggja á gögnum frá árinu 2009 sem Fíkniefna- og glæpaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur aflað hér á landi.

Þórarinn Tyrfingsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi, hafði ekki kynnt sér niðurstöður skýrslunnar þegar haft var samband við hann en sagði þó að þær kæmu sér á óvart.- mmf /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×