Innlent

Óánægja með verðmerkingar

Verið er að koma upp í matvörubúðum verðskönnum sem sýna einingaverð á vörum sem ekki eru forverðmerktar. Mynd/Anton
Verið er að koma upp í matvörubúðum verðskönnum sem sýna einingaverð á vörum sem ekki eru forverðmerktar. Mynd/Anton
Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana undanfarna daga vegna ófullnægjandi verðmerkinga á kjöti í matvöruverslunum.

Samkeppniseftirlitið bannaði forverðmerkingar á kjöti fyrr á þessu ári og hafa kvartanirnar borist í kjölfarið á því. Verðskannar hafa verið settir upp í verslununum, sem sýna einingaverð hverrar vöru fyrir sig, en neytendur hafa einnig kvartað yfir þeim og þykja þeir óþægilegir.

Neytendur eiga rétt á að sjá bæði kílóverð og einingaverð á öllum vörum, þar á meðal kjötvörum. Neytendasamtökin benda á að ekkert stoppi verslanir í að verðmerkja vörurnar með verðmiðum. Ef viðskiptavinir séu ósáttir ættu verslanir að bæta úr þessu sem fyrst.

Samtökin telja mjög alvarlegt hversu illa gangi að koma verðmerkingum í gott horf. Þess er krafist að verslanir fari að settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda og hvetja samtökin Neytendastofu og Samkeppniseftirlitið til að fylgjast vel með því hvernig nýjar reglur reynist og grípa til aðgerða ef þörf krefji.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×