Íslenskir hagsmunir og ESB Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. júní 2011 11:00 Ísland ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu með ákvörðun Alþingis 16. júlí 2009. Skýr meirihluti þjóðarinnar hefur verið að baki umsókninni og að leiða aðildarsamninga til lykta svo leggja megi hann í dóm þjóðarinnar. VatnaskilÍ dag eru tímamót í aðildarferlinu og eiginlegar samningaviðræður að hefjast að lokinni vel heppnaðri rýnivinnu þar sem lög og reglur Íslands og ESB hafa verið borin saman. Að mínu mati leikur enginn vafi á því að aðild Íslands getur orðið til góðs. Þess þarf að gæta að aðildin tryggi framtíðarhagsmuni okkar sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Lífskjör og starfsskilyrði atvinnuveganna í víðu samhengi vega þar þyngst. Nefna má þætti á borð við efnahagslegan stöðugleika sem skapar festu í rekstri ríkis, sveitarfélaga, fyrir-tækja og heimila, samkeppnishæfa vexti, afnám verðtryggingar, lægra verð landbúnaðarafurða og aðgang að mörkuðum en ekki síst það að geta tekið þátt í mótun og setningu þeirra reglna er varða eigin örlög. Stöndum samanTil þess að ná þessum markmiðum þarf að halda á íslenskum hagsmunum af festu og samheldni. Veita þarf ríkisstjórn og samninganefndinni í senn virkan stuðning og aðhald í þessu mikilvæga verkefni. Samninganefndin er vel skipuð þrautreyndum samningamönnum. Engin ástæða er til að ætla annað en að hún nái góðum árangri. SamningsmarkmiðJá Ísland er samnefnari og félagsskapur þess fólks sem telur hag Íslands best borgið með þátttöku í ESB. Þá skoðun reisir hver um sig á eigin forsendum og setur um leið eigin kröfur til komandi aðildarsamnings. Já Ísland setur engu að síður fram nokkur atriði í fjölmiðlum í dag sem eru sem rauður þráður í stuðningi aðildarsinna. Þau er brýnt að tryggja enda varða þau grundvallarhagsmuni og snerta mjög fullveldi, sjálfstæði og sjálfræði okkar. Fullgildir þátttakendurÍsland verður að vera fullgildur þátttakandi í öllum stofnunum ESB og eiga aðild að öllum ákvörðunum og undirbúningi þeirra. Þessi réttur þarf að vera tryggður en síðan er það í valdi Íslands að vega og meta hvar það kýs að beita sér og hagsmunir þess eru mestir. Myntbandalag og evraBúa þarf þannig um hnúta að Íslandi verði gert mögulegt að taka upp evru svo fljótt sem verða má. Það er grundvöllur stöðugleika, lægri vaxta og afnáms verðtryggingar. Reyna þarf til þrautar að ná stuðningi ESB og Evrópska seðlabankans við að flýta því að uppfylla svokölluð Maastricht-skilyrði, ekki síst með því að styðja gengi krónunnar og losa um gjaldeyrishöft. Lægra verð landbúnaðarafurðaMatvælaverð er hátt á Íslandi, ekki síst þeirra landbúnaðar-afurða sem framleiddar eru hér á landi og njóta verndar. Vöruúrval gæti verið meira og betra ef vernd og tollar hyrfu. Aðildarsamningur verður að tryggja opnun markaða og skapa þannig grundvöll fyrir lægra verði til neytenda. Neytendur njóti tollabandalagsNeytendur eiga að geta notið bestu kjara í viðskiptum innan ESB. Tryggja verður að tollabandalagið nýtist íslenskum neytendum til fulls og að vöruviðskipti verði greið. Verðsamanburður á grundvelli sameiginlegrar myntar leiðir til aukinnar samkeppni og veitir íslenskri verslun og framleiðslu heilbrigt aðhald. NáttúruauðlindirÍsland er ríkt af náttúruauðlindum. Aðildarsamningur verður að tryggja óskoruð yfirráð yfir auðlindum lands, s.s. orku, vatns- og námaréttindum, og sama gildir um auðlindir á landgrunni s.s. mögulegar olíulindir. Fiskimiðin við Ísland eru ein mikilvægasta auðlind okkar og undirstaða mikilvægrar atvinnugreinar. Hér verður að búa svo um hnúta að efnahagslegur afrakstur auðlindarinnar verði tengdur órjúfanlegum böndum við Ísland. Samningurinn verður að tryggja að veiðar fari að ráðum vísindamanna þannig að fiskstofnar skaðist ekki og að erlendar útgerðir fái ekki meiri rétt á Íslandsmiðum en nú er. Landbúnaður og byggðaþróunMikilvægt er að ná því fram að reglur ESB um norðurslóðalandbúnað gildi hér og sérstaða íslensks landbúnaðar verði viðurkennd. Gildir það um takmörkuð landgæði, veðurfar og einangrun íslenskra húsdýrastofna. Samningar verða að fela í sér að hefðbundinn landbúnaður geti þrifist áfram. Ekki er síður mikilvægt að Ísland njóti til hins ítrasta góðs af verkefnum og reglum sem lúta að því að efla byggðaþróun og atvinnulíf í dreifðari byggðum. Markviss uppbygging og nýsköpun í atvinnumálum sem er ekki bundin við landbúnað eða sjávar-útveg er afar brýn til þess að styðja við mannlíf og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. ÍslenskaTungumálið er okkur mikilvægt, enda tengt menningu og sjálfsvitund okkar órjúfanlegum böndum. Alþjóðavæðing og aukin samskipti við önnur málsamfélög gera brýnna en nokkru sinni að gæta tungunnar. Við gerum þá skýlausu kröfu að íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB. Ekki skylda til hernaðarSéð verði til þess að Ísland haldi sérstöðu sinni sem land án hers og herskyldu. Íslenskir borgarar verði aldrei skyldaðir til herþjónustu, komi einhvern tíma til þess að ESB ríkin komi sér upp sameiginlegum her af einhverju tagi. Það þarf að gera þrátt fyrir að fátt bendi til þess að slíkt sé í bígerð. Hér má enginn vafi vera. Já ÍslandAðild Íslands að Evrópusambandinu er stórt skref í sögu okkar. Ákvörðun um aðild ber því að taka á grundvelli framtíðarhagsmuna og að vel ígrunduðu máli. Í því ljósi á að ganga til samninga við ESB og í því sama ljósi á hver og einn að meta afstöðu sína til aðildarsamningsins þegar þar að kemur. Það er ekki tilviljun að Já Ísland er heitið á sameiginlegum vettvangi okkar Evrópusinna. Það undirstrikar að hagsmunir Íslands eru okkur efst í huga þegar við komumst að þeirri niðurstöðu að leiðir Íslands og ESB eigi og geti legið vel saman. Það er grundvallaratriði að ná aðildarsamningi sem tryggir þessa hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu með ákvörðun Alþingis 16. júlí 2009. Skýr meirihluti þjóðarinnar hefur verið að baki umsókninni og að leiða aðildarsamninga til lykta svo leggja megi hann í dóm þjóðarinnar. VatnaskilÍ dag eru tímamót í aðildarferlinu og eiginlegar samningaviðræður að hefjast að lokinni vel heppnaðri rýnivinnu þar sem lög og reglur Íslands og ESB hafa verið borin saman. Að mínu mati leikur enginn vafi á því að aðild Íslands getur orðið til góðs. Þess þarf að gæta að aðildin tryggi framtíðarhagsmuni okkar sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Lífskjör og starfsskilyrði atvinnuveganna í víðu samhengi vega þar þyngst. Nefna má þætti á borð við efnahagslegan stöðugleika sem skapar festu í rekstri ríkis, sveitarfélaga, fyrir-tækja og heimila, samkeppnishæfa vexti, afnám verðtryggingar, lægra verð landbúnaðarafurða og aðgang að mörkuðum en ekki síst það að geta tekið þátt í mótun og setningu þeirra reglna er varða eigin örlög. Stöndum samanTil þess að ná þessum markmiðum þarf að halda á íslenskum hagsmunum af festu og samheldni. Veita þarf ríkisstjórn og samninganefndinni í senn virkan stuðning og aðhald í þessu mikilvæga verkefni. Samninganefndin er vel skipuð þrautreyndum samningamönnum. Engin ástæða er til að ætla annað en að hún nái góðum árangri. SamningsmarkmiðJá Ísland er samnefnari og félagsskapur þess fólks sem telur hag Íslands best borgið með þátttöku í ESB. Þá skoðun reisir hver um sig á eigin forsendum og setur um leið eigin kröfur til komandi aðildarsamnings. Já Ísland setur engu að síður fram nokkur atriði í fjölmiðlum í dag sem eru sem rauður þráður í stuðningi aðildarsinna. Þau er brýnt að tryggja enda varða þau grundvallarhagsmuni og snerta mjög fullveldi, sjálfstæði og sjálfræði okkar. Fullgildir þátttakendurÍsland verður að vera fullgildur þátttakandi í öllum stofnunum ESB og eiga aðild að öllum ákvörðunum og undirbúningi þeirra. Þessi réttur þarf að vera tryggður en síðan er það í valdi Íslands að vega og meta hvar það kýs að beita sér og hagsmunir þess eru mestir. Myntbandalag og evraBúa þarf þannig um hnúta að Íslandi verði gert mögulegt að taka upp evru svo fljótt sem verða má. Það er grundvöllur stöðugleika, lægri vaxta og afnáms verðtryggingar. Reyna þarf til þrautar að ná stuðningi ESB og Evrópska seðlabankans við að flýta því að uppfylla svokölluð Maastricht-skilyrði, ekki síst með því að styðja gengi krónunnar og losa um gjaldeyrishöft. Lægra verð landbúnaðarafurðaMatvælaverð er hátt á Íslandi, ekki síst þeirra landbúnaðar-afurða sem framleiddar eru hér á landi og njóta verndar. Vöruúrval gæti verið meira og betra ef vernd og tollar hyrfu. Aðildarsamningur verður að tryggja opnun markaða og skapa þannig grundvöll fyrir lægra verði til neytenda. Neytendur njóti tollabandalagsNeytendur eiga að geta notið bestu kjara í viðskiptum innan ESB. Tryggja verður að tollabandalagið nýtist íslenskum neytendum til fulls og að vöruviðskipti verði greið. Verðsamanburður á grundvelli sameiginlegrar myntar leiðir til aukinnar samkeppni og veitir íslenskri verslun og framleiðslu heilbrigt aðhald. NáttúruauðlindirÍsland er ríkt af náttúruauðlindum. Aðildarsamningur verður að tryggja óskoruð yfirráð yfir auðlindum lands, s.s. orku, vatns- og námaréttindum, og sama gildir um auðlindir á landgrunni s.s. mögulegar olíulindir. Fiskimiðin við Ísland eru ein mikilvægasta auðlind okkar og undirstaða mikilvægrar atvinnugreinar. Hér verður að búa svo um hnúta að efnahagslegur afrakstur auðlindarinnar verði tengdur órjúfanlegum böndum við Ísland. Samningurinn verður að tryggja að veiðar fari að ráðum vísindamanna þannig að fiskstofnar skaðist ekki og að erlendar útgerðir fái ekki meiri rétt á Íslandsmiðum en nú er. Landbúnaður og byggðaþróunMikilvægt er að ná því fram að reglur ESB um norðurslóðalandbúnað gildi hér og sérstaða íslensks landbúnaðar verði viðurkennd. Gildir það um takmörkuð landgæði, veðurfar og einangrun íslenskra húsdýrastofna. Samningar verða að fela í sér að hefðbundinn landbúnaður geti þrifist áfram. Ekki er síður mikilvægt að Ísland njóti til hins ítrasta góðs af verkefnum og reglum sem lúta að því að efla byggðaþróun og atvinnulíf í dreifðari byggðum. Markviss uppbygging og nýsköpun í atvinnumálum sem er ekki bundin við landbúnað eða sjávar-útveg er afar brýn til þess að styðja við mannlíf og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. ÍslenskaTungumálið er okkur mikilvægt, enda tengt menningu og sjálfsvitund okkar órjúfanlegum böndum. Alþjóðavæðing og aukin samskipti við önnur málsamfélög gera brýnna en nokkru sinni að gæta tungunnar. Við gerum þá skýlausu kröfu að íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB. Ekki skylda til hernaðarSéð verði til þess að Ísland haldi sérstöðu sinni sem land án hers og herskyldu. Íslenskir borgarar verði aldrei skyldaðir til herþjónustu, komi einhvern tíma til þess að ESB ríkin komi sér upp sameiginlegum her af einhverju tagi. Það þarf að gera þrátt fyrir að fátt bendi til þess að slíkt sé í bígerð. Hér má enginn vafi vera. Já ÍslandAðild Íslands að Evrópusambandinu er stórt skref í sögu okkar. Ákvörðun um aðild ber því að taka á grundvelli framtíðarhagsmuna og að vel ígrunduðu máli. Í því ljósi á að ganga til samninga við ESB og í því sama ljósi á hver og einn að meta afstöðu sína til aðildarsamningsins þegar þar að kemur. Það er ekki tilviljun að Já Ísland er heitið á sameiginlegum vettvangi okkar Evrópusinna. Það undirstrikar að hagsmunir Íslands eru okkur efst í huga þegar við komumst að þeirri niðurstöðu að leiðir Íslands og ESB eigi og geti legið vel saman. Það er grundvallaratriði að ná aðildarsamningi sem tryggir þessa hagsmuni.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar