Verjum réttindi einkabankanna Jón Þór Ólafsson skrifar 29. júní 2011 10:00 Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvarinn rétt þeirra til að búa til lögeyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagnvart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér tillögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að „Lögeyrisvaldinu" skuli dreift í Stjórnarskrá. Ríkinu verður aldrei treystandi til að búa til lögeyri þjóðarinnar, eins og IFRI leggur til. Valddreifing og ábyrgð gagnvart almenningi mun ekki virka með þetta vald. Ríkið mun freistast til að gefa út of mikið af nýjum peningum með óðaverðbólgu í kjölfarið. Sumir segja að einkabankarnir freistuðust sjálfir til þess að búa til of mikið af nýjum peningum, sem blés út húsnæðisbólu og endaði í hruni, en það var Seðlabankanum að kenna. Seðlabankinn var ábyrgur fyrir því að leyfa okkur að auka peningamagnið um tæp 400% á árunum frá einkavæðingu til hruns. Einkabankarnir eru aðeins ábyrgir gagnvart eigendum sínum, og þá aðallega okkur stóreigendum. Í umræðunni og á Vísindavef Háskóla Íslands segir að þegar einkabankar búa til nýjar skuldir þá séu þeir í raun að búa til nýja peninga. Við viljum meina að þetta sé gott fyrirkomulag sem Seðlabankinn viðhefur. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan: Við búum til nýja peninga sem skuldir. Skuldir eru góðar. Bankarnir okkar búa til nýja peninga með bókhaldsfærslu sem viðskiptavinir fá lánaða á vöxtum fyrir að veðsetja eignir sínar og vinnuframlag. Skuldsett fólk vinnur meira og fer síður í verkfall. Skuldsettum ríkjum er auðveldara að stjórna í krafti peninga. Síðari ástæðan: Peningaútgáfan okkar rýrir kaupmátt króna sem eru í umferð og veldur því krónueigendum fjárhagsskaða. Þetta er gott. Fjárhagsskaðinn fær fólk sem á krónur til að losa sig við þær með aukinni neyslu og fjárfestingu, sem í gegnum bankakerfið þýðir meiri skuldir. Þegar allt kemur til alls gæti Seðlabankinn alveg búið til alla nýja peninga skuldlaust og Alþingi ákveðið hver skyldi njóta góðs af þeim í fjárlögum. Aukning peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. En við bankaeigendur höfum staðið lengi í þessari réttindabaráttu og gerum það sem þarf til að verja réttindi okkar. Við höfum tryggt okkur réttinn til að búa til nýjar krónur, að upphæð sem sum ár slagar hátt í fjárlög ríkisins, og réttinn til að ráða hver nýtur góðs af þessum nýju peningum. Við höfum í raun lögvarin réttindi til að skattleggja krónueign landsmanna með því að búa til nýja peninga sem við svo lánum landsmönnum aftur með vöxtum. Við eigum rétt á arði af öllu saman og ef einhver bankanna hrynur þá eigum við rétt á að kaupa skuldasöfnin á afslætti og halda áfram að innheimta að fullu. Valdið til að búa til lögeyri landsins eru þau réttindi sem umfram allt annað hafa tryggt okkur þann auð og völd sem gerir okkur ráðandi í samfélaginu. En við erum ekki að biðja um stjórnarskrárvarnir. Þær væru of augljósar og eru þar að auki óþarfar meðan peningar hafa áhrif á úrslit kosninga. Þó að okkur væri óheimilt að borga í kosningasjóði eru þúsund aðrar leiðir fyrir peninga að hafa atkvæðavægi. Skynsamt fólk skilur að peningarnir sem við búum til geta ýmist hindrað eða hjálpað metnaðarfullu fólki og almennt létt því lífið. Við skorum aðeins á fulltrúa Stjórnlagaráðs að nota skynsemina og sleppa því bara að ræða um lögeyrisvaldið. Það er allt og sumt sem þið þurfið að gera til að standa vörð um réttindi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvarinn rétt þeirra til að búa til lögeyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagnvart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér tillögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að „Lögeyrisvaldinu" skuli dreift í Stjórnarskrá. Ríkinu verður aldrei treystandi til að búa til lögeyri þjóðarinnar, eins og IFRI leggur til. Valddreifing og ábyrgð gagnvart almenningi mun ekki virka með þetta vald. Ríkið mun freistast til að gefa út of mikið af nýjum peningum með óðaverðbólgu í kjölfarið. Sumir segja að einkabankarnir freistuðust sjálfir til þess að búa til of mikið af nýjum peningum, sem blés út húsnæðisbólu og endaði í hruni, en það var Seðlabankanum að kenna. Seðlabankinn var ábyrgur fyrir því að leyfa okkur að auka peningamagnið um tæp 400% á árunum frá einkavæðingu til hruns. Einkabankarnir eru aðeins ábyrgir gagnvart eigendum sínum, og þá aðallega okkur stóreigendum. Í umræðunni og á Vísindavef Háskóla Íslands segir að þegar einkabankar búa til nýjar skuldir þá séu þeir í raun að búa til nýja peninga. Við viljum meina að þetta sé gott fyrirkomulag sem Seðlabankinn viðhefur. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan: Við búum til nýja peninga sem skuldir. Skuldir eru góðar. Bankarnir okkar búa til nýja peninga með bókhaldsfærslu sem viðskiptavinir fá lánaða á vöxtum fyrir að veðsetja eignir sínar og vinnuframlag. Skuldsett fólk vinnur meira og fer síður í verkfall. Skuldsettum ríkjum er auðveldara að stjórna í krafti peninga. Síðari ástæðan: Peningaútgáfan okkar rýrir kaupmátt króna sem eru í umferð og veldur því krónueigendum fjárhagsskaða. Þetta er gott. Fjárhagsskaðinn fær fólk sem á krónur til að losa sig við þær með aukinni neyslu og fjárfestingu, sem í gegnum bankakerfið þýðir meiri skuldir. Þegar allt kemur til alls gæti Seðlabankinn alveg búið til alla nýja peninga skuldlaust og Alþingi ákveðið hver skyldi njóta góðs af þeim í fjárlögum. Aukning peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. En við bankaeigendur höfum staðið lengi í þessari réttindabaráttu og gerum það sem þarf til að verja réttindi okkar. Við höfum tryggt okkur réttinn til að búa til nýjar krónur, að upphæð sem sum ár slagar hátt í fjárlög ríkisins, og réttinn til að ráða hver nýtur góðs af þessum nýju peningum. Við höfum í raun lögvarin réttindi til að skattleggja krónueign landsmanna með því að búa til nýja peninga sem við svo lánum landsmönnum aftur með vöxtum. Við eigum rétt á arði af öllu saman og ef einhver bankanna hrynur þá eigum við rétt á að kaupa skuldasöfnin á afslætti og halda áfram að innheimta að fullu. Valdið til að búa til lögeyri landsins eru þau réttindi sem umfram allt annað hafa tryggt okkur þann auð og völd sem gerir okkur ráðandi í samfélaginu. En við erum ekki að biðja um stjórnarskrárvarnir. Þær væru of augljósar og eru þar að auki óþarfar meðan peningar hafa áhrif á úrslit kosninga. Þó að okkur væri óheimilt að borga í kosningasjóði eru þúsund aðrar leiðir fyrir peninga að hafa atkvæðavægi. Skynsamt fólk skilur að peningarnir sem við búum til geta ýmist hindrað eða hjálpað metnaðarfullu fólki og almennt létt því lífið. Við skorum aðeins á fulltrúa Stjórnlagaráðs að nota skynsemina og sleppa því bara að ræða um lögeyrisvaldið. Það er allt og sumt sem þið þurfið að gera til að standa vörð um réttindi okkar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar