Kröfuhafar Grikkja ræða um aðgerðir 30. júní 2011 06:30 Þau Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddu um skuldavanda Grikkja á flokksfundi Kristilegra demókrata í Berlín í gær. Fréttablaðið/AP Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópskir bankar eiga mikið undir því að gríska ríkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Þeir vilja leggja sitt af mörkum til að forða landinu frá gjaldþroti. Lánveitendur eru að hluta til ábyrgir, segir forstjóri Deutsche Bank. Nokkuð létt var yfir fjármálageiranum á meginlandi Evrópu síðdegis í gær eftir að gríska þingið samþykkti áætlanir um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Fulltrúar alþjóðlegra eignastýringarsjóða töldu á fundi þeirra í Mónakó í vikunni farsælasta kostinn fyrir lánardrottna að þeir endurskipuleggi skuldir Grikkja, bæði svo stjórnvöld geti staðið við skuldbindingar sínar auk þess að tryggja endurheimtur. Frakkar og Þjóðverjar eru í hópi helstu lánardrottna gríska ríkisins. Reuters-fréttastofan segir forsvarsmenn franskra banka hafa lagt til að gríska stjórnin semji upp á nýtt við eigendur grískra ríkisskuldabréfa með það fyrir augum að færa gjalddaga lána. Á móti myndu kröfuhafar skuldbinda sig til að kaupa grísk ríkisskuldabréf til þrjátíu ára með 5,5 prósenta breytilegum vöxtum sem hækki í takt við landsframleiðslu. Vextir verði þó aldrei hærri en 8,0 prósent. Josef Ackermann, forstjóri hins þýska Deutsche Bank, var viðstaddur fund Kristilegra demókrata í Berlín í gær þar sem skuldavandi Grikkja var í brennidepli. Ackermann sagði þá sem lagt hafa Grikkjum til lánsfjármagn gera sér grein fyrir ábyrgð sinni og sé hann þess fullviss að bankar í álfunni leggi sitt af mörkum til að hjálpa landinu við að komast í gegnum erfiðleikana. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafði eftir honum í gær að björgunaraðgerðir Evrópusambandsins muni ekki síður koma niður á Grikkjum en evrópskum kröfuhöfum þeirra. Viðbúið er að viðræðunum í Berlín verði haldið áfram í dag og muni í lok dags liggja fyrir hvernig björgunaraðgerðir snerti lánveitendur Grikkja. Þá sagði hann Þjóðverja helst vilja fá tryggingu fyrir því að björgunaraðgerðirnar geti ekki valdið því að landið lendi í greiðsluþroti eða smitáhrif berist til annarra landa. Slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fjármálageirann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira