Tónlist

Nirvana á Reading

Kurt Cobain og félagar fá risaskjá undir tónleika sína kvöldið sem Leeds-hátíðin hefst og kvöldið sem Reading-hátíðin endar.
Kurt Cobain og félagar fá risaskjá undir tónleika sína kvöldið sem Leeds-hátíðin hefst og kvöldið sem Reading-hátíðin endar.
Goðsagnakenndir tónleikar hljómsveitarinnar Nirvana á bresku tónlistarhátíðinni Reading frá árinu 1992 verða sýndir á Reading og Leeds-tónlistarhátíðunum í sumar.

Kurt Cobain og félagar fá risaskjá undir tónleika sína kvöldið sem Leeds-hátíðin hefst og kvöldið sem Reading-hátíðin endar.

Tónleikarnir þóttu meðal bestu tónleika Nirvana og komust í fréttirnar á sínum tíma þar sem Cobain rúllaði sér inn á sviðið í hjólastól og kom fram í hvítum spítalasloppi.

Tania Harrison, talsmaður hátíðanna, segir að upprunalega hafi átt að sýna tónleikana í þrívídd. Ekki var hægt að framkvæma það, en hún vonast þó til að hægt verði að gera það á næsta ári á 20 ára afmæli hátíðanna. „Þetta var svo ótrúleg frammistaða sem svo margir hafa ekki séð,“ sagði hún. „Við urðum hreinlega að sýna þessa tónleika. Þetta var ein af þessum stundum sem breyttu öllu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×