Innlent

Múlakvíslabrúin nánast tilbúin

Brúarsmiður í óða önn Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem hér sést að störfum, og kollegar hans ætla að klára verkið tveimur eða þremur dögum fyrr en vegamálastjóri þorði að vona. mynd/vegagerðin
Brúarsmiður í óða önn Guðmundur Sigurðsson brúarsmiður, sem hér sést að störfum, og kollegar hans ætla að klára verkið tveimur eða þremur dögum fyrr en vegamálastjóri þorði að vona. mynd/vegagerðin
Framkvæmdir Vegagerðarinnar við Múlakvísl ganga vel að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra en brúin er að mestu tilbúin. Þó verður það ekki fyrr en á sunnudag eða mánudag sem hægt verður að aka yfir hana. Það er tveimur dögum fyrr en bjartsýnustu menn leyfðu sér að vona, segir vegamálastjórinn.

Klárað var að leggja brúargólfið í hana í gær en síðan á eftir að setja á hana vegrið og koma á hana ýmsum festingum. „Þá á enn eftir að koma ánni undir brúna en nú rennur hún til hliðar við hana,“ segir Hreinn. Þá á enn eftir að útbúa vegspottana sem liggja að brúnni báðum megin.

Spurður hví menn eru svo snöggir svarar hann kankvís: „Menn fylltust bara fítonskrafti þegar þeir heyrðu allar bollaleggingarnar um brúargerð hermannanna.“- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×