Fólk sniðgangi lambakjöt 16. júlí 2011 07:00 Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið. Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið.
Fréttir Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira