Erlent

Petraeus lætur af störfum í Afganistan

Petraeus tekur við sem yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hér er hann ásamt Hamid Karzai, forseta Afganistans, við kveðjuathöfnina.
Petraeus tekur við sem yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Hér er hann ásamt Hamid Karzai, forseta Afganistans, við kveðjuathöfnina. nordicphotos/afp
David Petraeus hershöfðingi lét af störfum í gær sem yfirmaður fjölþjóðaliðsins í Afganistan. Við stöðu hans tekur John Allen. Petraeus tekur hins vegar við stöðu yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA.

Stefna Petraeus hefur sætt sívaxandi gagnrýni. Árásir uppreisnarmanna hafa haldið áfram, þó að talsmenn herliðsins haldi því fram að þær væru mun tíðari hefði stefnunni ekki verið fylgt. Tveir háttsettir samherjar Hamids Karzai, forseta Afganistans, hafa verið myrtir á síðustu dögum, annar þeirra var hálfbróðir Karzais.

Þrír liðsmenn fjölþjóðaliðsins féllu í sprengjuárás í gær og hafa þá 37 liðsmenn verið felldir í þessum mánuði.

Afganskar sveitir taka nú í ríkari mæli við hlutverki fjölþjóðlegu sveitanna og Bandaríkin hafa hafið brottflutning á tæplega þriðjungi af þeim 100 þúsund sveitum sem eru í landinu.

Petraeus sagði í kveðjuræðu sinni að þrátt fyrir árangur að undanförnu, sérstaklega í suðurhluta landsins, væri mikil barátta fram undan. „Þrátt fyrir að árangur hafi náðst með harðfylgi síðasta árið og við höldum áfram valdaskiptunum ættum við ekki að velkjast í vafa um þá erfiðleika sem fram undan eru.“- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×