Erlent

14 ára drengur skotinn til bana

Mynd/AP
Fjórtán ára drengur var skotinn til bana í hörðum mótmælum í Túnis í gær. Stjórnvöld segja að hann hafi orðið fyrir slysaskoti.

Mótmælendur hentu grjóti og bensínsprengjum að öryggislögreglu í bænum Sisi Bouzid, þar sem uppreisn gegn stjórnvöldum hófst fyrr á árinu. Lögregla svaraði með því að skjóta út í loftið, en talið er að drengurinn hafi orðið fyrir skoti frá lögreglunni.

Óttast er að atburðir gærdagsins geti haft áhrif á kosningar sem fram eiga að fara í landinu þann 23. október. Þar er ætlunin að kjósa ráð til að endurskoða stjórnarskrá landsins. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×