Er ESB betra en EES? Baldur Þórhallsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun