Erlent

Upphafið að löngum viðræðum

ESB Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í samræðum við Mariu Damanaki.
ESB Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í samræðum við Mariu Damanaki. nordicphotos/AFP
„Eftir eitt ár getum við vonandi verið komin með samkomulag um nýja sjávarútvegsstefnu,“ sagði Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eftir að hafa hlýtt á viðbrögð sjávarútvegsráðherra aðildarríkjanna við tillögum framkvæmdastjórnarinnar.

Tillögunum var almennt vel tekið en ráðherrarnir gerðu þó ýmsar athugasemdir, meðal annars um það hvort raunhæft sé að tillögurnar verði farnar að skila árangri strax árið 2015 eða hvort raunhæft væri að aðlaga mismunandi reglur aðildarríkjanna að þessum breytingum.

Þegar Damanaki lagði tillögurnar fram í framkvæmdastjórn ESB í síðustu viku sagðist hún gera sér grein fyrir að nú fari í hönd erfiðasti tíminn, þegar sannfæra þurfi ráðamenn í aðildarríkjunum um ágæti þeirra.

„Það verður mikil vinna að fara í gegnum þetta, en með góðri samvinnu ætti það að takast,“ sagði hún í gær.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×