Erlent

Gæti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttna

Systembolaget, eða áfengisverslun sænska ríkisins, hefur einkarétt á að selja vín.
Systembolaget, eða áfengisverslun sænska ríkisins, hefur einkarétt á að selja vín.
Carl B. Hamilton, þingmaður Þjóðarflokksins í Svíþjóð, leggur til að viðskiptavinir Systembolaget, sænsku áfengisverslunarinnar, geti fengið vörurnar sendar heim. Bindindissamtökin IOGT-NTO telja tillöguna ganga óþarflega langt og segja að þetta geti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttnanna.

Viðskiptavinir Systembolaget geta nú pantað vörur af sérstökum lista á netinu og sótt þær síðan í einhverja af áfengisverslununum. Hamilton bendir á að núverandi fyrirkomulag á rekstri Systembolaget sé háð samþykki almennings. Þess vegna ætti markmiðið að vera fullkomin þjónusta fyrir allsgáða, fullorðna viðskiptavini.

Eðlilegur afhendingartími ætti að vera tveir til fjórir dagar. Við afhendingu á móttakandi að sýna skilríki og að hann sé orðinn 20 ára. Móttakandinn á jafnframt að vera allsgáður. Bílstjórinn þarf einnig að vera orðinn 20 ára samkvæmt tillögu Hamiltons sem situr í stjórn Systembolaget.

Hann bendir á að í Noregi sé nú þegar hægt að fá áfengi sent heim. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×