Innlent

Frystihúsið í Flatey gert upp - Úr hrognasöltun í ferðamennsku

Frystihúsið í Flatey. Eins og sjá má er komð nýtt þak á hluta hússins. Inni er hvorki að finna flattan fisk né hrogn í tunnum heldur varning fyrir ferðamenn.
Frystihúsið í Flatey. Eins og sjá má er komð nýtt þak á hluta hússins. Inni er hvorki að finna flattan fisk né hrogn í tunnum heldur varning fyrir ferðamenn. mynd/lísa kristjánsdóttir
Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði gengur nú í endurnýjun lífdaga en Lísa Kristjánsdóttir segir ýmsar hugmyndir uppi um nýtt hlutverk þess. Félagið Þrísker, sem Lísa fer fyrir, stendur fyrir framkvæmdunum. „Það eru uppi hugmyndir um að hafa þarna biðsal, veitingasölu eða safn, nú eða allt þetta," segir Lísa.

Búið er að teikna íbúðir á efri hæð hússins sem leigðar verða út. Nú þegar hefur Bryggjubúð verið opnuð í húsinu en þar er seldur ýmis varningur er tengist eynni á einn eða annan hátt, segir hún. „Eins seljum við malt og appelsín svona til að ýta undir nostalgíuna," bætir hún við.

„Þetta hús er minnisvarði um þá stefnu stjórnvalda að reyna að bjarga hverju byggðarlagi með því að koma þar niður frystihúsi," segir Lísa „Ekki ósvipað því sem stjórnvöld hafa verið að reyna á undanförnum árum með álverum. Sem betur fer eru þó frystihúsin mun fallegri hús og starfsemi þeirra öllu umhverfisvænni."

Frystihúsið var reist árið 1950, en þá bjuggu um 150 manns í eynni. Síðast var fiskvinnsla þar árið 1996 en þá voru söltuð þar hrogn.- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×