Innlent

Eiður á að auka miðasöluna

mynd/aek365.gr
„Stavros Adamidis, forseti AEK, er að vonast eftir því að með kaupunum á Eiði Smára Guðjohnsen muni sala á árskortum félagsins aukast,“ segir Dimitris Moros, íþróttafréttamaður hjá gríska dagblaðinu Ta Nea.

Hann segir að kaupin séu talin með þeim allra mikilvægustu sem liðið hefur nokkurn tímann gert. „En þetta er ekki bara gert í hagnaðarskyni því Manolo Jimenez þjálfari hefur einnig tekið það fram að hann muni aðlaga leik liðsins að miklu leyti að Eiði,“ bætir hann við. „Eiður hefur mikla reynslu eftir að hafa spilað með þeim bestu bæði á Englandi og Spáni og þessa reynslu ætlar AEK að nýta sér. “

Um 1.500 aðdáendur tóku á móti Eiði Smára á flugvellinum í Aþenu á fimmtudag. „Það sýnir hvað þetta er mikið mál fyrir AEK. Til samanburðar má geta þess að þrjú þúsund manns tóku á móti átrúnaðargoðinu Rivaldo þegar okkar stærsta lið, Panaþinaikos, keypti hann.“- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×