Innlent

Lækna vantar til uppbyggingar

Ingimar Einarsson.
Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna heftir vöxt lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi.
fréttablaðið/anton
Ingimar Einarsson. Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna heftir vöxt lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. fréttablaðið/anton
Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna á sviði augnlækninga og tæknifrjóvgunar heftir vöxt lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar um lækningar yfir landamæri sem birt var á dögunum.

„Það geta verið tækifæri í lækningatengdri ferðaþjónustu í framtíðinni fyrir þann hóp lækna sem eru erlendis og hafa ekki möguleika á að koma heim,“ segir Ingimar Einarsson, formaður nefndar um lækningar yfir landamæri. „Við setjum spurningamerki við nýju spítalana sem stendur til að starfrækja í Mosfellssveit og á Keflavíkurflugvelli því þar á að fá verktakalækna frá öðrum löndum til að byrja með. Ég veit ekki hversu gott það er fjárhagslega því það þarf að borga þeim samkeppnishæft kaup.“

Ingimar tekur fram að betra sé að byggja á þeirri kunnáttu sem til er í landinu. „Það tekur langan tíma að byggja upp svona þjónustu og nefndin var á því að það þyrfti að byggja á þeirri starfsemi þar sem við stöndum hvað best, eins og í hjartalækningum og bæklunarlækningum.“ - mmf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×