Erlent

Stress á meðgöngu gæti haft varanleg áhrif

Börnum stressaðra mæðra er hættara við kvillum en öðrum börnum.
Börnum stressaðra mæðra er hættara við kvillum en öðrum börnum. Nordicphotos/AFP
Sé barnshafandi kona undir miklu álagi gæti stressið haft varanleg áhrif á fóstrið í móðurkviði samkvæmt niðurstöðum rannsóknar þýskra sálfræðinga sem birtist í virtu sálfræðitímariti.

Ekki er hægt að fullyrða að stress á meðgöngu, til dæmis vegna ofbeldis af hálfu maka, hafi alltaf áhrif á ófædd börn. Vísindamennirnir sem unnu að rannsókninni segja niðurstöðurnar þó benda eindregið til þess að börnunum sé hættara en öðrum við stressi, geðrænum kvillum og hegðunarvandamálum á lífsleiðinni, að því er fram kemur í frétt BBC.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×