Erlent

Breyting í kjölfar gagnrýni

Margrét Þórhildur Danadrottning
Margrét Þórhildur Danadrottning
Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur, kveðst ekki bera ábyrgð á því að Margrét Þórhildur Danadrottning veitti Khalifa, konungi Barein, næstæðstu orðu Danmerkur. Orðan var veitt nokkrum vikum áður en skotið var á mótmælendur í Barein sem kröfðust lýðræðisumbóta.

Í kjölfar gagnrýni á tímasetningu orðuveitingarinnar hefur það hins vegar orðið að samkomulagi milli hirðarinnar og utanríkisráðuneytisins að orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir í framtíðinni verði ræddar vandlega til þess að koma í veg fyrir misskilning.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×