Innlent

Eldsneytissali vill flugvallarlóð

Mynd/Pjetur
Fyrirtækið Global Fuel ehf., sem sérhæfir sig í sölu eldsneytis og þjónustu við flugvélar og er með aðstöðu í suðvesturhluta Reykjavíkurflugvallar, vill að Reykjavíkurborg selji sér lóð við Skerjafjörð.

Í erindi til borgarinnar segir að Global Fuel sé í örum vexti og þurfi meira húsrými. Lóðin sem fyrirtækið hefur augastað á er suður af flugvallargirðingunni og nær að göngustígnum í Skerjafirði. Ætlunin er að byggja yfir skrifstofur og geymslur og vera enn fremur með veitingarekstur. Skammt frá, við sama göngustíg, er veitingahúsið Nauthóll. Lóðarumsókn Global Fuel hefur ekki verið afgreidd. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×