Innlent

Yfirvinnubanni verið aflýst

Mynd/Pjetur
Flugmenn hjá Icelandair hafa náð nýjum kjarasamning við félagið. Skrifað var undir samninginn á níunda tímanum í gærkvöldi með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Flugmenn munu nú greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslan hefst í dag og á henni að vera lokið á miðvikudaginn eftir viku segir Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Yfirvinnubanni flugmanna hjá félaginu, sem tók gildi í gær, hefur nú verið aflýst.

Hafsteinn vildi ekki skýra í smáatriðum muninn á þessum samningi og þeim sem flugmenn felldu fyrir skömmu fyrr en samningurinn hefur verið kynntur félagsmönnum. Munurinn snúi þó einkum að starfsöryggi flugmannanna, sem hafi verið bitbein í viðræðunum við Icelandair. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×