Innlent

Minnka túnin og spara sláttinn

Dregið hefur verið úr grasslætti í Reykjavík í sparnaðarskyni og í góðviðrinu undanfarið hefur alls kyns illgresi vaxið ásmegin.
Dregið hefur verið úr grasslætti í Reykjavík í sparnaðarskyni og í góðviðrinu undanfarið hefur alls kyns illgresi vaxið ásmegin. Mynd/Pjetur
Skoða á hvernig minnka má tún í Reykjavíkurborg. „Í stað mikilla grasflæma kæmu svæði með sjálfbærum plöntum sem sleppa minna af frjókornum út í andrúmsloftið. Markmiðið er að draga úr frjókornamagni, fegra umhverfið og minnka kostnað vegna grassláttar,“ segir í tilkynningu frá umhverfissviði.

Önnur umferð grassláttar í borgarlandinu stendur nú yfir og þriðja umferð verður um miðjan ágúst. Í miðborginni og í skrúðgörðum er hins vegar slegið vikulega. Dregið hefur verið úr slætti sem nemur einni umferð vegna sparnaðar. Vegagerð ríkisins, sem annast slátt á stofnbrautum, slær þrisvar sinnum í sumar í stað fimm umferða áður.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×