Hluti grískra ríkisskulda felldur niður 22. júlí 2011 00:15 Sáttir, forsætisráðherra Grikklands, forseti ESB og forseti framkvæmdarstjórnar ESB. mynd/afp Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi. Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk þess hafa fjármálafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúmlega 6.000 milljarða króna. Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækkaðir úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár. „Í fyrsta sinn síðan þessi kreppa hófst getum við sagt að stjórnmálin og markaðurinn taki höndum saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að vaxtalækkunin ein spari Grikkjum 30 milljarða evra næstu tíu árin. Írland og Portúgal, sem eins og Grikkir höfðu fengið neyðarlán frá ESB og AGS, fá nú sömu lánakjör og Grikkir en enga skuldaeftirgjöf hjá fjármálafyrirtækjum. Í yfirlýsingu leiðtoganna segjast þeir líta á vanda Grikklands sem einsdæmi og því sé réttlætanlegt að Grikkir fái meiri aðstoð en önnur ríki. Þessi viðbrögð evruríkjanna við vanda Grikkja urðu til þess að evran styrktist á gjaldeyrismörkuðum í gær og evrópsk hlutabréf hækkuðu einnig í verði. Í viðbót við þessa fjárhagsaðstoð við Grikki samþykktu leiðtogarnir að gera neyðarsjóð sambandsins sveigjanlegri og veita honum auknar heimildir til að grípa inn í ástandið þegar í óefni stefnir, þannig að nú verður hann nánast eins og gjaldeyrissjóður evruríkjanna. Að loknum fundinum sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, að skuldavandi nokkurra aðildarríkja hafi verið farinn að ógna stöðugleika alls evrusvæðisins. „Í dag höfum við sýnt að við munum ekki gefa neitt eftir þegar kemur að því að verja myntbandalag okkar og sameiginlegu myntina,“ sagði hann. „Þegar leiðtogar Evrópusambandsins segjast ætla að gera „allt sem þarf“ til að bjarga evrusvæðinu, þá er það einfalt: Við meinum það sem við segjum.“gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu í dag að koma gríska ríkinu enn á ný til bjargar og slógu um leið á ótta fjármálaheimsins við að gengi evrunnar hrapi. Grikkir fá nú 109 milljarða evra samtals í fjárhagsaðstoð, eða ríflega 18.000 milljarða króna, bæði frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk þess hafa fjármálafyrirtæki samþykkt að veita Grikkjum eftirgjöf á skuldum upp á 37 milljarða evra, eða rúmlega 6.000 milljarða króna. Þá verða vextir á neyðarlánum ESB og AGS til Grikklands lækkaðir úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent og afborgunartími lánanna verður lengdur úr 7,5 árum í 15 til 30 ár. „Í fyrsta sinn síðan þessi kreppa hófst getum við sagt að stjórnmálin og markaðurinn taki höndum saman,“ sagði Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti segir að vaxtalækkunin ein spari Grikkjum 30 milljarða evra næstu tíu árin. Írland og Portúgal, sem eins og Grikkir höfðu fengið neyðarlán frá ESB og AGS, fá nú sömu lánakjör og Grikkir en enga skuldaeftirgjöf hjá fjármálafyrirtækjum. Í yfirlýsingu leiðtoganna segjast þeir líta á vanda Grikklands sem einsdæmi og því sé réttlætanlegt að Grikkir fái meiri aðstoð en önnur ríki. Þessi viðbrögð evruríkjanna við vanda Grikkja urðu til þess að evran styrktist á gjaldeyrismörkuðum í gær og evrópsk hlutabréf hækkuðu einnig í verði. Í viðbót við þessa fjárhagsaðstoð við Grikki samþykktu leiðtogarnir að gera neyðarsjóð sambandsins sveigjanlegri og veita honum auknar heimildir til að grípa inn í ástandið þegar í óefni stefnir, þannig að nú verður hann nánast eins og gjaldeyrissjóður evruríkjanna. Að loknum fundinum sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, að skuldavandi nokkurra aðildarríkja hafi verið farinn að ógna stöðugleika alls evrusvæðisins. „Í dag höfum við sýnt að við munum ekki gefa neitt eftir þegar kemur að því að verja myntbandalag okkar og sameiginlegu myntina,“ sagði hann. „Þegar leiðtogar Evrópusambandsins segjast ætla að gera „allt sem þarf“ til að bjarga evrusvæðinu, þá er það einfalt: Við meinum það sem við segjum.“gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira