Tinna hóf titilvörnina á vallarmeti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2011 06:00 Tinna Jóhannsdóttir lék vel í gær. Mynd/Daníel Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Kili er í fyrsta sæti að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. Tinna lék holurnar átján á 69 höggum eða þremur höggum undir pari Hólmsvallar og setti vallarmet. Tinna lauk hringnum á fugli á átjándu holunni. „Þessi seinasta er „birdie“-hola. Ég hélt að upphafshöggið hefði farið í tjörnina vinstra megin. Ég var heppin að hann tórði á landi. Ég tók því fegins hendi og fékk fugl,“ sagði Tinna sem var skiljanlega ánægð með spilamennsku sína í dag. Tinna segist að röff-leysið hafi hentað henni vel í gær. Hún hafi bætt högglengd sína undanfarið en sé þó venjulega á braut. „Það gekk ekki alveg upp í dag. Upphafshöggin fóru út um allt. Það gerist stundum þegar það er enginn fókus á braut. Maður bara lúðrar þessu áfram,“ sagði Tinna. Henni gekk líka vel í stutta spilinu. „Ég fékk fugl á öllum par fimm holunum. Þar var ég að slá fleygjárnshöggin mjög nálægt pinna,“ sagði Tinna. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Golfklúbbnum Oddi er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari og jafnaði þar með fyrra vallarmet Hólmsvallar. Eygló Myrra fór illa af stað á Hólmsvelli í gær og spilaði aðra holu vallarins á þremur höggum yfir pari. „Ég var komin fjóra yfir eftir þrjár holur þannig að þetta leit ekkert voðalega vel út. En þetta eru fjórir hringir og ég búin með þrjár holur. Nóg af holum eftir. Ég sá að strákarnir voru að spila á sjö undir og fá fullt af fuglum. Það kom mér í gang að hugsa um þá,“ sagði Eygló. Eygló segist ekki hafa séð svona skor hjá sér lengi. Hún sé búin að vinna vel í vetur og sumar en árangurinn látið á sér standa, þar til nú. „Já, ég var að jafna besta hringinn minn í tvö ár. Ég er búin að bíða eftir þessu lengi,“ sagði Eygló sem segir fólk í kringum sig hafa hvatt sig til að sýna þolinmæði. Vinnan myndi skila árangri á endanum. Eygló er afar ánægð með ástand Hólmsvallar og tekur undir með Tinnu varðandi skort á röffi. „Það hentar mér mjög vel. Maður getur slegið út um allt og verið í góðum málum. Flatirnar eru ótrúlega góðar og völlurinn í toppstandi.“ Signý Arnórsdóttir úr Kili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni spiluðu á einu höggi undir pari og eru jafnar í þriðja sæti. Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Kili er í fyrsta sæti að loknum fyrsta degi á Íslandsmótinu í höggleik í kvennaflokki. Tinna lék holurnar átján á 69 höggum eða þremur höggum undir pari Hólmsvallar og setti vallarmet. Tinna lauk hringnum á fugli á átjándu holunni. „Þessi seinasta er „birdie“-hola. Ég hélt að upphafshöggið hefði farið í tjörnina vinstra megin. Ég var heppin að hann tórði á landi. Ég tók því fegins hendi og fékk fugl,“ sagði Tinna sem var skiljanlega ánægð með spilamennsku sína í dag. Tinna segist að röff-leysið hafi hentað henni vel í gær. Hún hafi bætt högglengd sína undanfarið en sé þó venjulega á braut. „Það gekk ekki alveg upp í dag. Upphafshöggin fóru út um allt. Það gerist stundum þegar það er enginn fókus á braut. Maður bara lúðrar þessu áfram,“ sagði Tinna. Henni gekk líka vel í stutta spilinu. „Ég fékk fugl á öllum par fimm holunum. Þar var ég að slá fleygjárnshöggin mjög nálægt pinna,“ sagði Tinna. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Golfklúbbnum Oddi er í öðru sæti á tveimur höggum undir pari og jafnaði þar með fyrra vallarmet Hólmsvallar. Eygló Myrra fór illa af stað á Hólmsvelli í gær og spilaði aðra holu vallarins á þremur höggum yfir pari. „Ég var komin fjóra yfir eftir þrjár holur þannig að þetta leit ekkert voðalega vel út. En þetta eru fjórir hringir og ég búin með þrjár holur. Nóg af holum eftir. Ég sá að strákarnir voru að spila á sjö undir og fá fullt af fuglum. Það kom mér í gang að hugsa um þá,“ sagði Eygló. Eygló segist ekki hafa séð svona skor hjá sér lengi. Hún sé búin að vinna vel í vetur og sumar en árangurinn látið á sér standa, þar til nú. „Já, ég var að jafna besta hringinn minn í tvö ár. Ég er búin að bíða eftir þessu lengi,“ sagði Eygló sem segir fólk í kringum sig hafa hvatt sig til að sýna þolinmæði. Vinnan myndi skila árangri á endanum. Eygló er afar ánægð með ástand Hólmsvallar og tekur undir með Tinnu varðandi skort á röffi. „Það hentar mér mjög vel. Maður getur slegið út um allt og verið í góðum málum. Flatirnar eru ótrúlega góðar og völlurinn í toppstandi.“ Signý Arnórsdóttir úr Kili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni spiluðu á einu höggi undir pari og eru jafnar í þriðja sæti.
Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira