Hlutverk Íslands innan ESB Inga Sigrún Atladóttir skrifar 26. júlí 2011 08:00 Ég er ein af þeim sem telja að aðild að Evrópusambandinu verði til hagsbóta fyrir Íslendinga. Það er ekki vegna þess að ég telji að við verðum rík af sjóðum sambandsins og það er heldur ekki mín skoðun að sjálfræði okkar muni aukast. Ég tel ekki heldur að ESB sé svar við öllum okkar vandamálum og þaðan af síður tel ég að sjónarhorn okkar muni ráða ferðinni innan sambandsins. Ég tel aftur á móti að Ísland hafi mikið að bjóða grönnum sínum í Evrópu og ég tel að við höfum skyldur til að miðla þeim verðmætum sem við höfum. Þá er ég ekki að tala um orku, fisk eða landbúnaðarvörur heldur lýðræðishefð og friðarboðskap sem Íslendingar hafa varðveitt í margar kynslóðir, ekki bara í orði heldur líka í framkvæmd. Markmið Evrópusambandsins er að jafna og bæta kjör í aðildarríkjunum. Evrópusambandið byggir á þeirri sýn að friður á milli sjálfstæðra ríkja verði best tryggður með samskiptum og samvinnu, gagnkvæmum skilningi og jafnræði í réttindum og lífskjörum. Íslendingar hafa staðið sig mjög vel í að móta reglur um réttindi fólks á vinnumarkaði og miðlað þannig áherslum íslensks vinnumarkaðar um velferð og réttindi inn í samevrópskar reglur. Aðild ASÍ að Evrópusambandi stéttarfélaga hefur gefið sambandinu tækifæri til að standa þá vakt með miklum sóma. Á sama hátt getum við nýtt sérþekkingu okkar og reynslu til að hafa áhrif í friðar- og lýðræðismálum innan Evrópusambandsins. Ég tel að á síðustu árum sé hlutverk Íslands og annarra Norðurlandaþjóða í friðar-, lýðræðis- og velferðarmálum enn brýnna en áður. Á síðasta áratug hafa komið inn í sambandið fátækari þjóðir sem ekki hafa búið við lýðræði og markaðsbúskap síðustu áratugi. Með þeirri breytingu heyrast fjölbreyttari sjónarmið sem munu hafa áhrif á mótun Evrópusamvinnunnar á komandi árum. Ég trúi því að Íslendingar vilji vera hluti af Evrópu þar sem raunverulegt lýðræði ríkir og mannréttindi í heiðri höfð. Nýleg frétt um starfskonu á hóteli í Reykjavík hefur vakið okkur öll til umhugsunar um að í Evrópu býr fjöldi fólks sem ekki er mótað af sömu reynslu, lífsgæðum og lífssýn og við Íslendingar. Jöfnuður í landinu, frelsi og mannréttindi eru gildi sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa reynt að varðveita með einum eða öðrum hætti frá því að við fengum sjálfstjórn, það hefur verið okkur mikil gæfa. Að tryggja sterkari rödd þessara gilda er hlutverk okkar – það gerum við ekki sem áhorfendur innan Evrópusambandsins heldur aðeins sem virkir þátttakendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem telja að aðild að Evrópusambandinu verði til hagsbóta fyrir Íslendinga. Það er ekki vegna þess að ég telji að við verðum rík af sjóðum sambandsins og það er heldur ekki mín skoðun að sjálfræði okkar muni aukast. Ég tel ekki heldur að ESB sé svar við öllum okkar vandamálum og þaðan af síður tel ég að sjónarhorn okkar muni ráða ferðinni innan sambandsins. Ég tel aftur á móti að Ísland hafi mikið að bjóða grönnum sínum í Evrópu og ég tel að við höfum skyldur til að miðla þeim verðmætum sem við höfum. Þá er ég ekki að tala um orku, fisk eða landbúnaðarvörur heldur lýðræðishefð og friðarboðskap sem Íslendingar hafa varðveitt í margar kynslóðir, ekki bara í orði heldur líka í framkvæmd. Markmið Evrópusambandsins er að jafna og bæta kjör í aðildarríkjunum. Evrópusambandið byggir á þeirri sýn að friður á milli sjálfstæðra ríkja verði best tryggður með samskiptum og samvinnu, gagnkvæmum skilningi og jafnræði í réttindum og lífskjörum. Íslendingar hafa staðið sig mjög vel í að móta reglur um réttindi fólks á vinnumarkaði og miðlað þannig áherslum íslensks vinnumarkaðar um velferð og réttindi inn í samevrópskar reglur. Aðild ASÍ að Evrópusambandi stéttarfélaga hefur gefið sambandinu tækifæri til að standa þá vakt með miklum sóma. Á sama hátt getum við nýtt sérþekkingu okkar og reynslu til að hafa áhrif í friðar- og lýðræðismálum innan Evrópusambandsins. Ég tel að á síðustu árum sé hlutverk Íslands og annarra Norðurlandaþjóða í friðar-, lýðræðis- og velferðarmálum enn brýnna en áður. Á síðasta áratug hafa komið inn í sambandið fátækari þjóðir sem ekki hafa búið við lýðræði og markaðsbúskap síðustu áratugi. Með þeirri breytingu heyrast fjölbreyttari sjónarmið sem munu hafa áhrif á mótun Evrópusamvinnunnar á komandi árum. Ég trúi því að Íslendingar vilji vera hluti af Evrópu þar sem raunverulegt lýðræði ríkir og mannréttindi í heiðri höfð. Nýleg frétt um starfskonu á hóteli í Reykjavík hefur vakið okkur öll til umhugsunar um að í Evrópu býr fjöldi fólks sem ekki er mótað af sömu reynslu, lífsgæðum og lífssýn og við Íslendingar. Jöfnuður í landinu, frelsi og mannréttindi eru gildi sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa reynt að varðveita með einum eða öðrum hætti frá því að við fengum sjálfstjórn, það hefur verið okkur mikil gæfa. Að tryggja sterkari rödd þessara gilda er hlutverk okkar – það gerum við ekki sem áhorfendur innan Evrópusambandsins heldur aðeins sem virkir þátttakendur.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun