Innlent

Atvinnulíf Flateyrar í gíslingu

Bið ætlar að verða á því að atvinnulíf glæðist á Flateyri eftir reiðarslagið í fyrrahaust er Eyraroddi hætti starfsemi sinni.
Bið ætlar að verða á því að atvinnulíf glæðist á Flateyri eftir reiðarslagið í fyrrahaust er Eyraroddi hætti starfsemi sinni.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir í bókun frá fundi sínum í gær að það sé til skammar hvernig unnið var úr málefnum þrotabús Eyrarodda ehf. á Flateyri. Fyrirtækið Toppfiskur, sem falaðist eftir öllum eignum þrotabúsins með það fyrir augum að hefja útgerð og vinnslu á Flateyri, dró tilboð sitt til baka í síðustu viku.

Deila skapaðist um málið en fyrirtækið Lotna, sem var eina fyrirtækið sem gerði tilboð eftir fyrsta útboð, fékk vilyrði um kaup á hluta eignanna frá Byggðastofnun. Vilyrðið var síðan dregið til baka og eignirnar boðnar upp að nýju. Þá hófust samningaviðræður við Toppfisk, sem Byggðastofnun taldi heppilegri til fiskvinnslu á Flateyri, en Lotna taldi að vilyrði Byggðastofnunar væri bindandi. Nú hafa bæði fyrirtækin fallið frá áformunum eftir margra vikna samningaviðræður.

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, segir þetta ömurleg málalok. „Það var búið að byggja upp væntingar um að farsæl lausn væri í nánd, síðan er þetta lendingin,“ segir hann. „Það er heilt samfélag sem brennur,“ segir hann um sína heimabyggð, Flateyri.

Í síðasta mánuði sagði Lotna upp tíu af fimmtán starfsmönnum sínum á Flateyri. 42 misstu vinnu sína þegar Eyraroddi hætti starfsemi sinni síðastliðið haust.

- jse




Fleiri fréttir

Sjá meira


×