Keppt verður í gæðum og hagkvæmni við byggingu fangelsis Ögmundur Jónasson skrifar 27. júlí 2011 08:30 Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála. Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til betrunar. Um það erum við einnig sammála. Þá komum við að undirbúningi verksins og þar lýsir arkitektinn áhyggjum yfir því að fyrirhugað sé að bjóða verkið út í alútboði. Það muni koma niður á gæðum og engin samkeppni verði meðal arkitekta. Þar erum við hins vegar ekki að öllu leyti sammála. Í alútboði er tiltekið verk boðið út frá upphafi til enda að gefnum ákveðnum forsendum: Hönnun útlits, efnisval, verkhönnun öll, byggingaraðferð og verð. Í alútboði koma allir nauðsynlegir sérfræðingar að verki sem mynda hóp um sitt útboð. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir hópar geta boðist til að vinna verkið. Ætlunin er sú að þannig náist fram kostir samkeppni á sviði hönnunar og hagkvæmni. Nýjasta dæmið hjá ríkinu um þetta er háskólatorgið. Nú er á það að líta að fangelsisbygging er mjög sérhæft mannvirki. Fyrir alllöngu voru fengnir sérfræðingar á þessu sérhæfða sviði til að leggja fram ítarlegar forsendur og skilgreiningar vegna fyrirhugaðs útboðs. Þótt sjálf fangelsisteikningin bíði útfærslu þá reynir öðruvísi á arkitektana sem fá verkefnið en í ýmsum öðrum verkefnum þar sem hendur þeirra eru ekki eins bundnar frá fyrstu stundu. Sérfræðingar á vegum stjórnarráðsins hafa bent á að hönnunarsamkeppni eigi vissulega vel við þegar þarfir eru ekki mjög skilgreindar og leitað er eftir „góðum“ hugmyndum. Eftir því sem verkefnið er meira skilgreint því minni þörf er á þannig samkeppni. Að þessu leyti sýnist mér nokkur samhljómur með framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands og ráðgjöfum okkar þótt ekki komist þeir að sömu niðurstöðu. Það er mat þeirra sérfræðinga sem ég styðst við að með aðferð alútboðs í þessu verkefni náist að slá tvær flugur í einu höggi: Hópar sérfræðinga keppast um að setja fram vandaðar hugmyndir og áætlanir um útlit, efni, hagkvæmni og verð. Við úrvinnslu vegur verkkaupi og metur síðan alla þessa þætti og mun að sjálfsögðu í tilviki fangelsisbyggingar láta sjónarmið um vandaðan aðbúnað ráða miklu. Það er því að mínu viti of mikil einföldun að segja að alútboð hafi verið nýtt í einföld mannvirki, skemmur eða lagerhúsnæði, sem geri litlar kröfur til mannlegra þarfa eins og Hrólfur Karl heldur fram í grein sinni. Tilvitnuð ábending arkitektsins úr stefnu stjórnvalda um mannvirkjagerð þar sem segir að kappkosta skuli að viðhafa samkeppni og hvetja til aðkomu yngri hönnuða er því fyllilega í heiðri höfð í alútboði. Ég hygg að við arkitektinn séum að verulegu leyti sammála um verkefnið þegar allt kemur til alls þótt ég hljóti að fallast á þá ábendingu hans að alútboð setji arkitektastofum þær skorður að þær þurfa að leita samstarfs við aðra sérfræðinga sem koma að mannvirkjagerð. Þetta getur vissulega verið hamlandi en spyrja má hvort slík samhæfing í hönnun og framkvæmd sé ekki jafnframt styrkur fyrir alla hlutaðeigandi, einnig sjálfstætt starfandi arkitektastofur og því sé verkefnið í heild sinni þeim til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands, Hrólfur Karl Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins á undirbúningi byggingar fangelsis á Hólmsheiði í opnu bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra í Fréttablaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég þakka og um leið útskýra hvernig að málinu er staðið. Bygging nýs fangelsis hefur verið á verkefnalista stjórnvalda í langan tíma. Of langan. Mjög brýnt er að hrinda því verkefni í framkvæmd. Um það erum við sammála. Umgjörð og búnaður fangelsis þarf að standast kröfur um ítrasta öryggi, góðan aðbúnað fanga og starfsmanna og hagkvæmni í byggingu og rekstri. Arkitektinn bendir á að umhverfi fanga skuli vera mannsæmandi enda er það þáttur í því að fangavist leiði til betrunar. Um það erum við einnig sammála. Þá komum við að undirbúningi verksins og þar lýsir arkitektinn áhyggjum yfir því að fyrirhugað sé að bjóða verkið út í alútboði. Það muni koma niður á gæðum og engin samkeppni verði meðal arkitekta. Þar erum við hins vegar ekki að öllu leyti sammála. Í alútboði er tiltekið verk boðið út frá upphafi til enda að gefnum ákveðnum forsendum: Hönnun útlits, efnisval, verkhönnun öll, byggingaraðferð og verð. Í alútboði koma allir nauðsynlegir sérfræðingar að verki sem mynda hóp um sitt útboð. Engin takmörk eru fyrir því hversu margir hópar geta boðist til að vinna verkið. Ætlunin er sú að þannig náist fram kostir samkeppni á sviði hönnunar og hagkvæmni. Nýjasta dæmið hjá ríkinu um þetta er háskólatorgið. Nú er á það að líta að fangelsisbygging er mjög sérhæft mannvirki. Fyrir alllöngu voru fengnir sérfræðingar á þessu sérhæfða sviði til að leggja fram ítarlegar forsendur og skilgreiningar vegna fyrirhugaðs útboðs. Þótt sjálf fangelsisteikningin bíði útfærslu þá reynir öðruvísi á arkitektana sem fá verkefnið en í ýmsum öðrum verkefnum þar sem hendur þeirra eru ekki eins bundnar frá fyrstu stundu. Sérfræðingar á vegum stjórnarráðsins hafa bent á að hönnunarsamkeppni eigi vissulega vel við þegar þarfir eru ekki mjög skilgreindar og leitað er eftir „góðum“ hugmyndum. Eftir því sem verkefnið er meira skilgreint því minni þörf er á þannig samkeppni. Að þessu leyti sýnist mér nokkur samhljómur með framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands og ráðgjöfum okkar þótt ekki komist þeir að sömu niðurstöðu. Það er mat þeirra sérfræðinga sem ég styðst við að með aðferð alútboðs í þessu verkefni náist að slá tvær flugur í einu höggi: Hópar sérfræðinga keppast um að setja fram vandaðar hugmyndir og áætlanir um útlit, efni, hagkvæmni og verð. Við úrvinnslu vegur verkkaupi og metur síðan alla þessa þætti og mun að sjálfsögðu í tilviki fangelsisbyggingar láta sjónarmið um vandaðan aðbúnað ráða miklu. Það er því að mínu viti of mikil einföldun að segja að alútboð hafi verið nýtt í einföld mannvirki, skemmur eða lagerhúsnæði, sem geri litlar kröfur til mannlegra þarfa eins og Hrólfur Karl heldur fram í grein sinni. Tilvitnuð ábending arkitektsins úr stefnu stjórnvalda um mannvirkjagerð þar sem segir að kappkosta skuli að viðhafa samkeppni og hvetja til aðkomu yngri hönnuða er því fyllilega í heiðri höfð í alútboði. Ég hygg að við arkitektinn séum að verulegu leyti sammála um verkefnið þegar allt kemur til alls þótt ég hljóti að fallast á þá ábendingu hans að alútboð setji arkitektastofum þær skorður að þær þurfa að leita samstarfs við aðra sérfræðinga sem koma að mannvirkjagerð. Þetta getur vissulega verið hamlandi en spyrja má hvort slík samhæfing í hönnun og framkvæmd sé ekki jafnframt styrkur fyrir alla hlutaðeigandi, einnig sjálfstætt starfandi arkitektastofur og því sé verkefnið í heild sinni þeim til framdráttar.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar