Neyðin í Afríku er ekki ný af nálinni Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 28. júlí 2011 08:00 Af þeim hörmungarfréttum sem hafa dunið yfir undanfarna daga hafa hryðjuverkin í Noregi verið mest áberandi. Það er eðlilegt vegna skyldleika og nálægðar við Noreg að finna sérstaklega til með þeim, en margir hafa réttilega bent á að víða annars staðar um heiminn gerast skelfilegir atburðir á hverjum degi. Haft var orð á því í fréttum að þegar nöfn og myndir fóru að birtast af þeim sem létu lífið fyrir hendi hryðjuverkamannsins í Noregi hafi nýtt áfall dunið yfir Norðmenn. Þá hafi ekki lengur verið um að ræða tölur á blaði heldur hafi missirinn orðið sýnilegri. Þetta er skiljanlegt en um leið slæmt. Það getur verið mun auðveldara að útiloka fjöldadauðsföll í öðrum heimshlutum af því að það er ekki möguleiki að persónugera þau eins mikið. Við sjáum vissulega hræðilegar myndir af vannærðum börnum, og þær eru sláandi, en sjaldnast fylgja myndunum nöfn eða upplýsingar um afdrif barnanna. Ástandið í Austur-Afríku er grafalvarlegt og nú er svo komið að rúmlega ellefu milljónir manna eru þar hjálpar þurfi. 700 þúsund börn þar af eru lífshættulega vannærð í Sómalíu, Eþíópíu, Keníu og Djíbúti. Óstöðugleikinn í Sómalíu hefur gert það að verkum að hjálparsamtök og stofnanir eiga erfitt með að sinna störfum sínum. Rauði krossinn og hálfmáninn hafa þó fengið að dreifa matvælum óáreitt í landinu og nú hefur Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hafið dreifingu á matvælum til bágstaddra. Þá hefur UNICEF, Barnahjálp SÞ, hafið bólusetningarátak til að reyna að koma í veg fyrir smitsjúkdóma sem geta lagst mjög þungt á veik börnin. Þrátt fyrir að frændur okkar Norðmenn hafi verið ofarlega í huga undanfarið hafa Íslendingar sem betur fer ekki gleymt minni bræðrum og systrum í fjarlægari löndum. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að tugir milljóna króna hefðu safnast vegna neyðarástandsins sem nú er yfirvofandi. Fjórar íslenskar stofnanir og samtök standa fyrir söfnun fyrir bágstadda á svæðinu og hafa Íslendingar tekið þeim vel, sérstaklega undanfarna daga. Eins og greint er frá í blaðinu í dag hafa hátt í sjö þúsund Íslendingar stutt UNICEF um 18,5 milljónir króna. Rúmar níu milljónir hafa safnast hjá Rauða krossinum auk þess sem 4,3 milljónir verða lagðar til úr neyðarsjóði stofnunarinnar. Barnaheill og Hjálparstarf kirkjunnar standa einnig fyrir söfnunum. Svæðisstjóri UNICEF í þessum hluta Afríku undirstrikaði í gær að hvert einasta framlag skipti miklu máli og taka má undir það. Auðvitað er frábært að Íslendingar geti sýnt samhug í verki þegar mikið ríður á. Það er þó ekki síður mikilvægt að þeir sem það geta leggi ekki aðeins sitt af mörkum þegar ástandið er hvað allra verst, heldur alltaf. Neyðin í Afríku og víðar í heiminum er ekki ný af nálinni og hún hverfur ekki þó að við sjáum hana ekki lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun
Af þeim hörmungarfréttum sem hafa dunið yfir undanfarna daga hafa hryðjuverkin í Noregi verið mest áberandi. Það er eðlilegt vegna skyldleika og nálægðar við Noreg að finna sérstaklega til með þeim, en margir hafa réttilega bent á að víða annars staðar um heiminn gerast skelfilegir atburðir á hverjum degi. Haft var orð á því í fréttum að þegar nöfn og myndir fóru að birtast af þeim sem létu lífið fyrir hendi hryðjuverkamannsins í Noregi hafi nýtt áfall dunið yfir Norðmenn. Þá hafi ekki lengur verið um að ræða tölur á blaði heldur hafi missirinn orðið sýnilegri. Þetta er skiljanlegt en um leið slæmt. Það getur verið mun auðveldara að útiloka fjöldadauðsföll í öðrum heimshlutum af því að það er ekki möguleiki að persónugera þau eins mikið. Við sjáum vissulega hræðilegar myndir af vannærðum börnum, og þær eru sláandi, en sjaldnast fylgja myndunum nöfn eða upplýsingar um afdrif barnanna. Ástandið í Austur-Afríku er grafalvarlegt og nú er svo komið að rúmlega ellefu milljónir manna eru þar hjálpar þurfi. 700 þúsund börn þar af eru lífshættulega vannærð í Sómalíu, Eþíópíu, Keníu og Djíbúti. Óstöðugleikinn í Sómalíu hefur gert það að verkum að hjálparsamtök og stofnanir eiga erfitt með að sinna störfum sínum. Rauði krossinn og hálfmáninn hafa þó fengið að dreifa matvælum óáreitt í landinu og nú hefur Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna hafið dreifingu á matvælum til bágstaddra. Þá hefur UNICEF, Barnahjálp SÞ, hafið bólusetningarátak til að reyna að koma í veg fyrir smitsjúkdóma sem geta lagst mjög þungt á veik börnin. Þrátt fyrir að frændur okkar Norðmenn hafi verið ofarlega í huga undanfarið hafa Íslendingar sem betur fer ekki gleymt minni bræðrum og systrum í fjarlægari löndum. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að tugir milljóna króna hefðu safnast vegna neyðarástandsins sem nú er yfirvofandi. Fjórar íslenskar stofnanir og samtök standa fyrir söfnun fyrir bágstadda á svæðinu og hafa Íslendingar tekið þeim vel, sérstaklega undanfarna daga. Eins og greint er frá í blaðinu í dag hafa hátt í sjö þúsund Íslendingar stutt UNICEF um 18,5 milljónir króna. Rúmar níu milljónir hafa safnast hjá Rauða krossinum auk þess sem 4,3 milljónir verða lagðar til úr neyðarsjóði stofnunarinnar. Barnaheill og Hjálparstarf kirkjunnar standa einnig fyrir söfnunum. Svæðisstjóri UNICEF í þessum hluta Afríku undirstrikaði í gær að hvert einasta framlag skipti miklu máli og taka má undir það. Auðvitað er frábært að Íslendingar geti sýnt samhug í verki þegar mikið ríður á. Það er þó ekki síður mikilvægt að þeir sem það geta leggi ekki aðeins sitt af mörkum þegar ástandið er hvað allra verst, heldur alltaf. Neyðin í Afríku og víðar í heiminum er ekki ný af nálinni og hún hverfur ekki þó að við sjáum hana ekki lengur.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun